Eru fjölmiðlar að stuðla að óeirðum í landinu?

Er það hugsanlegt að fjölmiðlarnir okkar séu að búa til vandræði. Í DV í gær var grein um að Björn Bjarna væri að vígbúa lögregluna vegna hugsanlegra óeirða. Áfram er síðan haldið í dag með því að sýna mynd af sérútbúinni bifreið sérsveitarinnar og gefið í skyn að bifreiðin sé gerð til þess að bæla niður óeirðir. Í greininni í gær var að vísu sagt frá þessari bifreið og þess getið að hún væri útbúin til þess að sérsveitarmenn kæmust inn um glugga á annarri hæð. Ég sé að vísu ekki hvers vegna það á endilega skylt við óeirðir. Í frétt á mbl.is í dag kemur síðan í ljós að þessi bifreið er síður en svo ný þannig að ekki var verið að sérútbúa hana gegn óeirðarseggjum eins og leitt var að líkum í DV.
Ég ætla rétt að vona að það sé algert bull í mér að það sé verið að spinna upp einhvern vef til þess að æsa upp í fólki en hvað á maður að halda?
Ég hef ekki heyrt neitt í kring um mig þess efnis að maður gæti ætlað að óeirðir séu á næsta leiti, en kannski ætti maður bara að passa sig að vera ekki að þvælast of mikið nálægt miðborginni, bara til að vera viss Wink.


Bretar vs. Rússar.

Eftir því sem mér skilst ætla Bretar að koma hingað til lands í desember til að sinna vörnum landsins. Er þetta samkvæmt samningi við NATOþjóðirnar um loftvarnir. Mín skoðun er sú að við eigum að afþakka breskar loftvarnir og biðja þá pent um að vera heima. Það er hálf kaldhæðnislegt að hugsa til þess að þessar bresku herþotur eiga að vernda okkur gegn hinum illu Rússum.
Breskir ráðamenn kalla okkur hryðjuverkamenn en Rússar vilja koma okkur til aðstoðar.
Hver er óvinur okkar? Maður spyr sig.
Bönnum breskar herþotur til landsins.

Það er helst að frétta...

...að það er í raun ósköp lítið af mér að frétta. Ég er að reyna að koma mér fyrir, bæði í nýrri vinnu og nýrri íbúð. Það fyrra gengur nokkuð vel að ég held en hið síðara ekki eins vel en mjakast þó áfram.

Í öllu þessu tali um kreppu og slæma tíma ætla ég sem minnst að tjá mig um þá hluti. Ég held að það sé mun vænlegra að vera jákvæður og njóta þess sem gott er í tilveru okkar. Þar er ég að tala um fjölskyldu og vini. Nú er ráð að rækta vina- og fjölskylduböndin. Kíktu í heimsókn eða mæltu þér mót við einhvern sem að stendur þér nærri. Slepptu öllu krepputali og rifjaðu frekar upp góðar stundir. En umfram allt BROSTU. Það kostar ekkert en getur gefið heilmikið. Brostu til þeirra sem starfa með þér, þeirra sem afgreiða þig í bankanum eða búðinni og þeirra sem þú mætir á förnum vegi Smile.


Tengdur við umheiminn og týndur póstur.

Jæja þá er ég aftur kominn í samband við umheiminn. En þar sem ég hef eingöngu getað skoðað póstinn minn á netinu var búinn að safnast upp vænn slatti af pósti sem ég ætlaði mér að sækja og skoða betur. Nú bregður svo við að Síminn er búinn að uppfæra hjá sér netpóstsíðuna sem hafði það í för með sér að allur pósturinn minn sem er eldri en frá því í gær er týndur, í það minnsta tímabundið. En ég er í það minnsta kominn aftur á netið Grin .

Borg óttans.

Þá er ég kominn í borgina, kom um kl. 01:30 í nótt. Næst á dagskrá er að fara á minn nýja vinnustað, hitta þar deildarstjórann og fara síðan á námskeiðið eftir hádegi. Síðan tekur við að reyna að finna sér húsgögn í íbúðina. Ég labba inn í tóma íbúð og þarf því að verða mér út um öll húsgögn þannig að það er nóg að gera framundan.

Lokaorð.

Í það minnsta héðan frá Egilsstöðum. Ég er að klára að koma dótinu mínu út í bíl þannig að núna er lítið eftir annað en að slökkva á tölvunni og koma henni fyrir út í bíl ásamt öðru dóti.
Ég fer héðan með nokkurn söknuð í hjarta en jafnframt er nokkur eftirvænting að byrja á nýjum stað.
Meira þegar ég er kominn suður.

Með snjóakveðju (já það er hvítur litur allsráðandi hérna núna) að austan.


Síðasta vaktin.

Jæja, þá er síðasta vaktin byrjuð. Það er hálfskrítið til þess að hugsa að á morgun býður mín ekkert annað en að klára að pakka saman og fara síðan að koma sér af stað.

En, vinna núna.


Líður að lokum.

Nú er farið að styttast allverulega í dvöl minni á austurlandi. Ég lýk minni vinnu hérna á sunnudagskvöldið n.k. og legg að öllum líkindum af stað á mánudaginn.
Ég þarf helst að vera kominn í borgina fyrir hádegið á miðvikudaginn í næstu viku til þess að byrja þar á námskeiði tengt nýju vinnunni, þannig að það verður ekkert úr því að ég skreppi heim í nokkra daga eins og ég ætlaði mér.
Það er dálítið ljúfsárt að vera að hætta hérna. Mér hefur liðið mjög vel hérna fyrir austan, bæði í vinnu og utan hennar, en jafnframt eru spennandi tímar framundan í nýrri vinnu.

Bið að heilsa í bili.


Mannshvarf.

Óli Tynes skrifar ansi góða greiná visir.is. Þar segir hann frá því hvað lítið hefur verið sagt frá því að Roger Took, sem var og frægur breskur sagnfræðingur ofl., virðist hafa horfið að mestu úr netheimum eftir að hafa fengið dóm fyrir skelfileg barnaníð. Óli veltir því fyrir sér hvort menn ætli sér að þegja þetta mál í hel af því að Roger var svo virtur. Hérna má að vísu finna grein þar sem nokkuð ítarlega er sagt frá málinu. Þrátt fyrir allt það sem fram kemur fékk maðurinn aðeins (í það minnsta) 4 1/2 árs fangelsisdóm fyrir verk sín. Ég tek undir með Óla Tynes að viðkvæmir ættu EKKI að lesa það sem fram kemur í þessum greinum. Það er ekki laust við að maður fyllist reiði við lesturinn, slíkur er viðbjóðurinn.


Auknar persónunjósnir.

Fyrirgefðu, en vilduð þið vilja kanna bakgrunn kærasta míns?
Mér finnst þetta ekki rétt þróun. Miklu fremur að fylgjast með þeim sem hafa verið dæmdir fyrir þessa viðbjóðslegu glæpi og passa upp á það að viðkomandi aðilar fái að vita um bakgrunn þeirra.
mbl.is Foreldrar fá upplýsingar um kynferðisglæpamenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband