Afar sérkennileg tík...

...þessi pólitík.

Ég lenti í kvöld á smá spjalli við góðan félaga minn. Þar bar m.a. á góma stjórnmál og þá helst hvað flokkarnir eru duglegir að passa stólana sína, þá sama hvort þeir stólar snúa til hægri eða vinstri.

Ég er á því að það eigi að leggja niður flokkapólitíkina eins og við þekkjum hana þ.e. að einstaklingar bjóði sig fram og ná kosningu út á eigið ágæti eða persónu en ekki að við kjósum einhvern flokk til að ná inn því fólki sem við viljum sjá við stjórnvölinn.
Því miður er ég nokkuð viss um að þetta sé ekki að fara að gerast í bráð.
Fyrst að svo er að við kjósum flokka þá finnst mér að flokkarnir eigi að eiga atkvæðin sem þeir fá en EKKI einstaklingar innan flokkana. Því miður hefur það allt of oft gerst, bæði í bæjar- og sveitarstjórnarmálum og landsmálum að einstaka aðilar hafa farið í fýlu út í flokkinn sinn og sagt sig úr honum OG GENGIÐ BURT MEÐ SÆTIÐ SITT. Hefði ég kosið Borgaraflokkinn þá væri ég ekki sáttur við að atkvæðið mitt tilheyrði nú öðrum flokki. Þetta er kjaftæði. Því ættu okkar ágætu þingmenn að sjá sóma sinn í að breyta þessu. Að vísu er ég nokkuð viss um að þetta verði ekki gert því að þar með eru stólgarmarnir orðnir aðeins og lausir fyrir þetta blessaða fólk sem telur sig skuldbundið að sitja sem fastast í þeim.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Algerlega sammála.

Kveðaj að norðan.

Arinbjörn Kúld, 28.11.2009 kl. 11:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband