22.2.2010 | 18:48
Jákvæð mismunun þegar hentar konum, annars ekki.
Þetta finnst mér vera femínistar í hnotskurn. Þær vilja að allt sé gert fyrir konur en þegar sömu reglur koma betur út fyrir karla þá er allt ómögulegt.
Ég hef sagt það áður og segi það enn að mismunun, hvort sem hún kallast jákvæð eða ekki, á ekki að eiga sér stað. Hæfileikar og menntun á að ráða för en ekki kyn, kynþáttur né nokkuð annað slíkt. En því miður hefur mér sýnst að femínistar séu á annarri skoðun; konur í forgang alltaf, allstaðar. Nú þykist ég viss um það að ef að einhverjir femínistar detta óvart inn á að lesa þetta þá munu þær koma með góðar útskýringar á því hvers vegna þær eigi réttinn. Væntanlega er það vegna þess að við karlarnir erum búnir að fara svo illa með þær í gegn um tíðina.
En réttlæti og jafnrétti er ekki það sama og kvenréttindi. Hættum að horfa sífellt á hvers kyns viðmælandi okkar er og förum að meta fólk að eigin verðleikum.
Konur fá bætur vegna mismununar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er sorglegt að fólk skuli alltaf vera að horfa á kynin í stað þess að horfa á manneskjuna.Ég er sjaldnast sammála þessum hörðu femínistum.
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 22.2.2010 kl. 19:26
Það er spurning hvort ekki ætti að toppa þetta og fara fram á menntunar kvóta, ómenntaðir fái jafn mörg sæti og menntaðir!!
Gunnar Heiðarsson, 22.2.2010 kl. 19:55
sammála mér finnst þetta rugl! Jákvæð mismunun! þessi orð ættu ekki að fá að standa saman! eins og þú bendir réttilega á, mismunun er alltaf mismunun!
Ef þetta væru karlmenn að sækja bætur fyrir jákvæða mismunun hefði verið hlegið að þeim.
Er ekki alveg sammála þér Gunnar með menntaða og ómenntaða í þessu samhengi, því menntun er eitthvað sem þú "vinnur þér inn" en ekki kynið. Ef það er verið að mismuna fólki á grundvelli menntunar getur maður farið og menntað sig og gert eitthvað í því, en ef það er verið að mismuna vegna kyns viðkomandi þá er ekki mikið sem maður getur gert í því.
Ég vil ekki fá flotta stöðu í fyrirtæki, eða sæti fínum háskóla út á einhverja vorkunn af því að ég er kona! Ég vil fá þessi tækifæri af því að ég á þau skilið.
Nosy (IP-tala skráð) 22.2.2010 kl. 22:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.