Öfgar?

Fésbókarvinur minn einn í Bandaríkjunum skrifaði hjá sér að hann væri því feginn að nokkuð er síðan að faðir hans (sem barðist í síðari heimstyrjöldinni) og bróðir hans (sem barðist í Víetnam) létust. Ástæðan er sú að hann taldi sig ekki geta verið ábyrgan gerða sinna ef hann væri að jarðsetja þá í dag og meðlimir Westboro baptist church myndu mæta til að mótmæla við útförina.
Þessi söfnuður, sem samanstendur að mestu af afkomendum Fred Phelps,  hefur þann vafasama heiður að vera kallaður "mest hataða fjölskylda í ameríku". Þau hafa stundað það að mæta við útfarir hermanna sem farist hafa í átökum, og kalla ókvæðisorð um hina látnu og ýmsa aðra ásamt því að bera skilti með ýmsum upphrópunum eins og t.d. "Guð hatar kynvillinga".
Louis Theroux gerði ansi athyglisverða heimildarmynd um söfnuðinn sem er vel þess virði að skoða.
Hópur hakkara sem kallar sig Anonymous gerði nýlega árás á vefsíður safnaðarins með þeim árangri að þær eru allar óaðgengilegar þegar þetta er skrifað. Þó má finna myndband með söng þeirra á youtube sem sýnir glöggt hversu miklir öfgar hópsins eru.

Þessi hópur er lýsandi dæmi um það sem er stærsta vandamálið sem steðjar að heiminum í dag; öfgahópur sem vill neyða sýnar öfgaskoðanir upp á aðra.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband