20.3.2008 | 00:13
Bin Laden fordæmir sjálfan sig.
Öfgatrúarmenn, sama hvaða trú þeir kenna sig við, eru alltaf og munu verða öfgamenn. Bin Laden og öfgafullir múslimar fordæma myndbirtingar á sama tíma og þeim finnst sjálfsagt að meiða og drepa þá sem ekki eru þeim sammála og einnig að eyðileggja það sem þeir telja sinni trú ekki samboðið.
En málið er það að þessir öfgamenn eru hvorki betri né verri en öfgamenn annarra trúarbragða. Horfið t.d. á myndina Jesus Camp og dæmið svo fyrir ykkur. Annað dæmi er síðan "vísindakirkjan". Vísindaskáldsagnahöfundur náði að koma þeirri hugmynd inn í kollinn á hópi af fólki að andar myrtra geimvera væru valdir að hverskyns andlegum og líkamlegum kvillum. Þeir sem að mótmæla því opinberlega eru rakkaðir í svaðið af geimveru-unnendunum og lögsóttir fyrir ýmsar skáldaðar sakir.
Já það er vandlifað í þessum heimi.
Bin Laden hótar Evrópu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Horfðu á ómega og dæmdu fyrir þig.
En sumt fólk bara verður að fá að trúa. Bara einhverju. ópíum fólksins, skilst mér að einhver hefði kallað trúarbrögð. Einhver óttalegur þrjótur.
Ásgrímur Hartmannsson, 20.3.2008 kl. 00:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.