Kæru nemendur Háskóla Íslands.

Ykkur er greinilega óhætt að nýta ykkur ritverk annarra án þess að geta heimilda. En þið megið búast við því að rektor geri þá kröfu til ykkar að endurtaka ekki leikinn ef upp um ykkur kemst.
Fyrst að rektor rétt slær á puttana á kennara við skólann hlýtur það sama að gilda um nemendur.

Í USA var nemanda vikið úr skóla fyrir að hafa gert að sínu eina af myndasögum Hugleiks.
Á Íslandi er kennari snupraður fyrir stóran ritstuld þá svo að hæstiréttur hafi dæmt hann sekan.
Skrýtin veröld sem við lifum í.


mbl.is Átelur vinnubrögð Hannesar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Forstöðumenn ríkisstofnana hafa takmarkaðar heimldir til að bregðast við lögbrotum starfsmanna. Eina leiðin væri að áminna starfsmanninn, en það er hægara sagt en gert að áminna fyrir eitthvað sem ekki er beint bannað í reglum skólans. Eina leið rektors er því að setja reglur sem getur gefið tilefni til áminningar starfsmanna í framtíðinni og þannig uppfyllt stjórnsýslulög og lög um opinbera starfsmenn. Brjóti starfsmaður aftur af sér með sama hætti þá er hægt að víkja honum úr starfi.

Öðru gildir um nemendur, en ef ég man rétt þá er ekki hægt að útskrifast hafi nemandi nýlega hlotið dóm. Það eru til skýrar reglur um kröfur sem gerðar eru til ritverka nemenda sem þó myndu ekki banna rittækni sem hér um ræðir.

Í kjölfar þessa dóms mætti kæra nokkra tugi rithöfunda fyrir álíka rittækni.

Pétur - Háskólanemi (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 20:00

2 Smámynd: Skaz

Það er undir þeim sem brotið er á að sækja rétt sinn, í þessu tilviki var það gert. Það eru margir sem birta greinar og bækur sem finnst það upphefjandi að orð þeirra séu notuð svo lengi sem þeim er ekki beint stolið og eignuð öðrum.

Það er áhugavert að skólinn skuli ekki hafa gert sömu kröfur til nemenda og kennara frá upphafi. Einnig kemur fram í bréfinu að rektor HÍ hafi ekki heimildir til að veita áminningu sem hefur sama gildi og áminning annarra stofnanna. Þ.e.a.s. réttarfarsleg áhrif.

Skaz, 3.4.2008 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband