Þreyttur en...

...ánægður eftir erfiða og skemmtilega helgi.
Ég fór ásamt strákunum í RT-9 í "Sænautasel" á föstudagskvöldið. Lagt var af stað kl. 18:10, en af því að ekki var fært í Sænautasel var haldið að Skjöldólfsstöðum og þar upphófst veisla mikil. Á borðum var hengiket og saltket af veturgömlu ásamt því að boðið var upp á svið, hákarl og harðfisk. Einnig fékk hver og einn EINN BJÓRA og fleira gott í fljótandi formi. Smári vinur minn var búinn að boða komu sína. Að vísu átti hann ekki flug fyrr en svo seint að útséð var um það að hann kæmist með okkur. Því var brugðið á það ráð að pabbi skutlaði honum uppeftir til okkar. Það sem ég vissi ekki (en allir í kring um mig greinilega) var að hann kom ekki með flugi og var ekki einn á ferð. Hann ásamt Sigga og Flóvent félögum mínum komu akandi að sunnan og birtust því tveir aukagestir um kvöldið. Það er kannski ekki oft að ég verði kjaftstopp en þarna náði ég ekki að koma upp einu orði í smástund. FRÁBÆRT að láta koma sér svona á óvart. Við skemmtum okkar hið besta fram eftir nóttu. Í gær tóku strákarnir það rólega en ég fór upp úr hádeginu að gera klárt fyrir kvöldið. Ég fór ásamt mömmu að elda og gera klárt og þegar að klukkan sló átta um kvöldið var ég tilbúinn að taka á móti gestum. Það má í stuttu máli segja að kvöldið lukkaðist frábærlega vel. Því miður komust ekki allir sem ætluðu sér vegna þess að það var ófært á Borgarfjörð. En ég var mjög ánægður með kvöldið. Hérna getið þið séð myndir frá kvöldinu góða. Í kvöld var mér síðan, ásamt foreldrum mínum, boðið í mat til Þórhalls og Anitu. Stórkostlegur endir á enn betri helgi.
Þið öll sem sem mættuð í afmælið, senduð mér gjafir og kveðjur; TAKK FYRIR MIG.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku Alli minn til hamingju með afmælið. Hefði líka alveg viljað vera meðal ykkar. Mundu svo bara að allt er fertugum fært....tala af reynslu Bestu kveðjur Auður og family.

Auður Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 02:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband