Stórfenglegar skepnur.

Því er ekki að neita að háhyrningar eru mikilfenglegar skepnur, ekki síst í návígi. Eitt af því flottasta sem ég hef upplifað er að vera um borði í gúmmítuðru skammt undan Bjarnarey og vera allt í einu kominn inn í miðja háhyrningstorfu. Í fyrstu stóð okkur ekki á sama en eftir smástund vorum við farnir að njóta þess að fylgjast með þessum "litlu" hvölum allt í kring um okkur.
mbl.is Átta tonna brimari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Takk fyrir skemmtilegan pisti og ábendingu um góða myndl! 

Þetta er stórkostleg upplifun. bara séð þetta öruggur um borð í stórum netabát. Enn mér dettir alltaf í hug hvað mikill fiskur er raunverulega í sjónum og hvað við gætum veitt mikið og gert alla þessa stóru fiska að mat.

Sorglegast við þetta er að einblínt er að veiða þorsk, loðnu og kolmunna, (svo ég leyfi mér að far út fyrir efnið aðeins) að allt þetta væl að fiskurinn sé búin í sjónum er bara rugl. Þetta er gullkista og við erum ekki enn búnir að læra að nota hana. Síldartorfur eru líka stórfenglegar að sjá þegar þær voru svo hátt uppi á yfirborði sjáfar og þéttar, að það var nærri því hægt að setja pumpuna bara beint niður og byrja að dæla!

Að vísu var nótinni kastað og eitt kast fyllti fjölda báta. hafið er allt stórkostlegt og mig grunar að við vitum raunverulega minna um það en tunglið!

Ég er aðdáandi hafsins, og myndi vilja fá miklu meiri rannsóknir á stórfenglega þess, því ég er viss um að hafið getur fætt alla jörðina. kannski "vitringar" HAFRO og fólk sem vill "friða minka og tófur í hænsnabúum bænda" sem ég líki saman við hvala og selafriðun, þá þurfa menn að vakna upp og nýta þessa gullkistu okkar og bera virðingu fyrir öllu sveltandi fólki í heiminum.

Stórfengleg sjón að sjá svona risaskepnur taka þessa áhættu við að borða eitthvað sem er gott á bragðið. Kannski getur þetta kennt okkur eitthvað. Þakka fyrir ábendinguna á þessu afsnitti um hafið. Það var virkilega gaman að horfa á þetta fyrir mig alla vega.

Óskar Arnórsson, 16.4.2008 kl. 10:06

2 identicon

Alltaf gaman að fylgjast með þessum stórkostlegu skepnum, þ.e. þessum sem fá vatn í munninn þegar þeir sjá eitthvað hreyfast. (t.d. Óskar) Sama grátbroslega sjónarmið skammsýna einstaklingsins sem heldur að þó hann sjái eina þétta fisktorfu, að sjórinn sé fullur af þeim.

Það þarf ekki að lesa mikið til að sjá hvað mannskepnan er búinn að eyðileggja mikið og hvað þarf að gera til að sjórinn haldi áfram að brauðfæða okkur.

Ég vil benda Óskari á að skoða samhengið á milli veiða á hvölum og heildarafla á íslandsmiðum síðustu hundrað ár eða svo (eins og tölur leyfa) Gera sér grein fyrir því hvenær menn fóru að veiða reyðarhvalina og hvað menn veiddu hér þá, af t.d. þorski. Með minnstu fyrirhöfn er hægt að gera sér grein fyrir því að þessi dýr eru á engan hátt ábyrg fyrir ástandi veiðistofnanna.

Hinsvegar ætla ég ekki að loka fyrir það að menn gætu aukið hlut sinn af veiðistofnaritjunum með því að leggja í stófellda sela og hvalaslátrun, þá á bara eftir að koma tugþúsundum tonna af hval- og selkjöti á markað. Hvað leggur þú til Óskar?

Er ekki miklu einfaldara að skrúfa niður rányrkjuna og eyðilegginguna á vistkerfi hafsins í stað þess að reyna að "balansera" borðið með því að saga alltaf meira og meira af borðfótunum -þar til ekkert verður eftir af þeim.

Mikið hlakka ég til þess dags þegar maður þarf ekki að hlusta á blekkingarbull hvalhatara, og skammsýnis kjaftæði þeirra sem halda að hægt sé að stilla handvirkt vistkerfi sjávar með hvala og selabyssum.  

Jón Baldur (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 11:24

3 Smámynd: Aðalsteinn Baldursson

Sæll Jón Baldur.

Þó svo að mér finnist þessar skepnur stórkostlegar ber líka að geta þess að mér finnst þær bragðgóðar. Ég er ekki hlynntur hvalaslátrun en ég er hlynntur hvalveiðum svo framarlega sem að þær fari fram af einhverri skynsemi. Mér finnst alveg jafn sjálfsagt að veiða hvali til matar eins og að veiða hreindýr og rjúpur, eða að ala upp sauðfé og nautgripi til manneldis. En allt þarf þetta að vera innan skynsemismarka.

Aðalsteinn Baldursson, 18.4.2008 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband