Bull og vitleysa.

Hvað eru þessi ungmenni að hugsa? Nú var ég ekki viðstaddur þannig að ég get ekki að fullu tjáð mig um þetta. Mig grunar hinsvegar að þessir einstaklingar séu að nýta sér fréttaáhugann sem fylgdi látunum í kring um vörubílstjórana til þess eins að koma sér í fréttirnar. Nákvæmlega eins og unglingarnir sem tóku þátt í að grýta lögguna með eggjum. Þetta eru skrílslæti en ekki mótmæli.
En þetta er bara mín skoðun.


mbl.is Rýmingu lokið á Miklubraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jú, því öll vitum við að unglingar hafa engar skoðanir.

Davíð (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 17:02

2 Smámynd: Skaz

Unga fólkið, hefur engin réttindi og má ekki kjósa enda skipta skoðanir þeirra og aðstæður engu máli! eiga að sitja prúð og fín og kjósa svo seinna eins og mamma og pabbi sama hvað þeim finnst sjálfum um það! bölvaðir ónytjungarnir...

Ekki mín skoðun  

ágætis krakkar með húmor... 

Skaz, 25.4.2008 kl. 20:30

3 Smámynd: Aðalsteinn Baldursson

Húmor var það hjá þeim sem að fyrr í morgun, íklædd alls kyns búningum, mótmæltu ýmsu þ.m.t. mótmælum. En ég sé ekki húmor í því hjá krökkunum sem að lokuðu gatnamótunum við Miklubrautina til þess eins að herma eftir öðrum mótmælum.
Davíð, ég er ekki að segja að unglingar hafi ekki skoðanir. Ég hef unnið þó nokkuð mikið með unglingum þannig að ég veit að það er ekki rétt. En mér sýndist í morgun þau vera að mótmæla bara til þess eins að komast í fréttirnar. Sorry, sé ekki húmorinn í því.

Aðalsteinn Baldursson, 26.4.2008 kl. 01:16

4 Smámynd: Dagur Björnsson

Þetta mundi ég aldrei gera :D

Dagur Björnsson, 27.4.2008 kl. 22:44

5 Smámynd: Hommalega Kvennagullið

Samála þér Aðalsteinn.. Húmorinn kom fyrst.. síðan fylgdu skrílslætinn !

Hommalega Kvennagullið, 29.4.2008 kl. 03:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband