18.5.2008 | 11:13
Smá krókur
Það varð smá breyting á ferðaáætluninni hjá mér í gær. Þegar ég var að nálgast Eyjafjöllin sá ég Eyjarnar fögru birtast mér og ákvað því að skella mér til Eyja. Ég ók niður á Bakkaflugvöll og skellti mér yfir hafið. Ég fékk félaga minn til að sækja mig og keyrði hann mig heim til Soffíu syss. Það vildi svo vel til að þar var öll fjölskyldan saman komin og urðu því miklir fagnaðarfundir. Ég átti frábæra kvöldstund í faðmi fjölskyldunnar. Við Hjalli ákváðum þegar aðeins var farið að líða á nóttina að bregða okkur á pöbbann en þar stoppuðum við stutt því að við fréttum af vinafólki okkar í útskriftarveislu rétt hjá. Við fórum því þangað og endaði sú heimsókn með því að ég fór með síðustu mönnum út úr húsi um kl 05:30 í morgun. Þá höfðum við Heiðar verið að syngja í langan tíma með undirleik snilldarpíanóleikara. Frábær kvöldstund í frábærum félagsskap.
En núna er ég að fara að koma mér til að kveðja fólkið mitt því að klukkan 13:00 flýg ég aftur á Bakka og held áfram för minni.
Ég kveð því í bili.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.