29.5.2008 | 03:38
Bara örstutt.
Ég henti inn þremur myndum frá Skotlandsferðinni (af rumlega 300 sem ég tók).
Á föstudaginn s.l. fórum við í skoðunarferð og kíktum m.a. við í ónefndri Whisky verksmiðju. Þar var okkur sagt frá ferlinu alveg frá því að kornið kemur í hús og þangað til að mjöðurinn góði er tilbúinn til neyslu. Við fengum einnig að smakka á útkomunni sem verður að viðurkennast að var bara alveg ágæt.
Eftir morgunmat á laugardaginn kepptum við í n.k. mini útgáfu af Hálandaleikum. Þessir tveir heiðursmenn komu ásamt nokkrum öðrum úr RT-klúbbi frá nærliggjandi bæ og stjórnuðu leikunum af mikilli snilld. Við kepptum í drumbakasti, Haggis-kasti, reiptogi og í því að henda strigapoka yfir rá og notuðum til þess heygaffal.
Á laugardagskvöldið var síðan Galakvöldverður í Aberdeen. Þar var að sjálfsögðu ætlast til að menn kæmu í sínu fínasta pússi eða leigðu sé Kilt.
Ég ásamt ansi mörgum öðrum leigði mér slíkan búnað og hérna er ég ásamt nokkrum Norðmönnum rétt áður en við fórum upp í rútuna. Laugardagskvöldið var, rétt eins og helgin öll, ákaflega vel heppnað. Góður matur, góðir drykkir og frábær félagsskapur.
Ég á kannski eftir að setja fleiri myndir úr ferðinni hérna inn, það er aldrei að vita.
En núna er ég að hugsa um að fara að koma mér í háttinn.
Bestu kveðjur frá Eyjunni fögru, en þar mun ég dvelja í nokkra daga.
Athugasemdir
Þú ert svo flottur í kiltinu að þú ættir ekki að sjást í öðru :)
kveða til Eyja,
Svanur Gísli Þorkelsson, 6.6.2008 kl. 00:21
Takk fyrir það.
Ég skal líka skila kveðjunni til Eyja þegar ég fer þangað næst, bý á Egilsstöðum í augnablikinu.
Aðalsteinn Baldursson, 6.6.2008 kl. 02:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.