Mannréttindi vs. "ísbjarnarréttindi"

Nú gefst mönnum tækifæri til að viðhalda fárinu frá því að björninn var skotinn um daginn. Í fréttinni núna segir "Ísbjörninn er vakandi en rólegur og því hefur ekki þótt ástæða til þess að rýma bæinn og ekkert fólk hefur verið flutt af svæðinu."
Ef sú staða kemur upp að ísbjörn ógnar fólki með því að fara heim á bæi þá á hiklaust að skjóta hann. Hvers vegna á að rýma hús og flytja fólk að heiman fyrir eitt ísbjarnargrey sem ekki á heim í Íslenskri náttúru? Þegar menn eru á ferð á norðurslóðum, í heimkynnum ísbjarna, eru menn yfirleitt vopnaðir til þess að geta varið líf sitt komi ísbjörn of nálægt þeim. Hvers vegna ætti annað að gilda hér á landi. Ef hægt er að koma honum ósködduðum úr landi er það hið besta mál og ég styð það heilshugar. En ef hann ógna lífi og limum fólks á að skjóta hann en ekki flytja fólk frá sínum heimilum.
mbl.is Engin ákvörðun liggur fyrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Aðalsteinn ég er sammála þér það á ekki að taka neina áhættu með dýrið.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 16.6.2008 kl. 21:28

2 Smámynd: Skattborgari

Það á aldrei að taka áhættu með líf fólks. EF það er möguleiki að bjarga honum á að gera það fyrst að Novator er til í að borga það.

Skattborgari, 17.6.2008 kl. 00:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband