Svanur Þorkelsson skrifaði um veru Papa hér á landi og velti vöngum yfir því hvort Ísland hafi ekki í raun verið Kristið og landnumið fyrir ritað landnám. Ég ætla ekki að leggja neinn dóm á það en á Heimaslóð má finna grein um fornleifauppgröft á Heimaey. Samkvæmt niðurstöðum úr þeim uppgreftri var búseta í Eyjum nokkru fyrir þann tíma sem Ingólfur Arnarson á að hafa komið til landsins. Það er því áhugavert að velta því fyrir sér hvort að þeir sem skráðu sögu landnáms hér á landi hafi einfaldlega ekki haft ártölin á hreinu, eða hvort að byggð hafi verið í Eyjum áður en Ingólfur á að hafa komið þangað árið 875 og drepið þar írska þræla.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.