3.7.2008 | 09:26
Goslokahátíð framundan.
Þá er farið að styttast allverulega í að maður komist heim. Ég ætla að leggja í'ann í bítið í fyrramálið og keyra á Bakka. Með mér í för verða Þröstur, frændi minn frá Borgarfirði eystri, og Hoffa konan hans. Ég verð að viðurkenna að ég er farinn að hlakka til hátíðarinnar enda er mikil og góð dagskrá þannig að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Ekki verður það til að draga úr gleðinni að pabbi ætlar að halda upp á 65 ára afmælið á laugardagskvöldið. Semsagt, góð helgi framundan.
Athugasemdir
Bestu kveðjur og góða skemmtun Aðalsteinn.
Svanur Gísli Þorkelsson, 3.7.2008 kl. 11:34
Takk fyrir kveðjuna Svanur. Ég efast ekki um að ég eigi eftir að skemmta mér vel.
Aðalsteinn Baldursson, 3.7.2008 kl. 11:51
Stefnir í góða hátíð og dagskráin er flott. Ef ég væri á landinu.......:)
Svanur Gísli Þorkelsson, 3.7.2008 kl. 11:56
Góða skemmtun
Bið að heilsa fólkinu þínu.
Sólveig á ísó (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 11:58
Það hefði verið gaman að sjá þig Svanur.
Takk frænka, ég skal skila kveðjunni. Þú skilar kveðju til baka frá mér.
Aðalsteinn Baldursson, 3.7.2008 kl. 13:21
Skemmtu þér vel.
Skattborgari, 3.7.2008 kl. 17:13
Takk fyrir, Skattborgari. Ég mun svo sannarlega gera það.
Aðalsteinn Baldursson, 3.7.2008 kl. 21:23
Heill og sæll Áðalsteinn og góða skemmtun á góslokahátíð, ég bið kærlega að heilsa Pabba þinum og ég óska honum til hamingju með afmælið,
kær kveðja SÞS
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 3.7.2008 kl. 22:31
Takk fyrir kveðjuna Sigmar. Ég skal skila til hans kveðjunni.
Aðalsteinn Baldursson, 3.7.2008 kl. 23:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.