Brottför á næsta leiti.

Nú styttist í að við ferðalangarnir leggjum af stað austur á bóginn. Helgin er búin að vera frábær. Bærinn, reyndar Eyjan öll, er búinn að vera iðandi af lífi. Heimamenn, brottfluttir og gestir eru búnir að njóta hinna ýmsu dagskrárliða sem í boði hafa verið.
Í gærkvöldi var síðan grillveisla hjá pabba og mömmu í tilefni afmælis pabba (á reyndar afmæli á morgun). Frábær matur og góð stemmning. Að sjálfsögðu var síðan farið í Skvísusundið. Þar var þvílík mannmergð að það tók langan tíma að komast eitthvað áfram í gegn um þvöguna. Að vísu var það aðallega vegna þess að ég gat varla snúið mér við án þess að rekast á vini og kunningja þannig að alltaf var verið að stoppa til að spjalla og hlægja. Þarna rakst ég m.a. á Kidda, strák sem var að vinna með mér í Eyjaberg fyrir ca. 25 árum síðan. Hvorugur okkar mundi nafn hins en það var fljótt að rifjast upp. Ég kom heim rétt fyrir kl. fimm í morgun sæll og ánægður eftir frábært kvöld.
En núna er semsagt kominn tími til að ferðbúast.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Ég var fjarri góðu gamni Aðalsteinn. Verð að viðurkenna að á stundum sem þessum og á þjóðhátíð veikist ég illþyrimilega af ,,heimþrá".

Flott að fá þig í bloggvinahópinn, verðum í spotta 

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 10.7.2008 kl. 20:18

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

UHUHU :(

Svanur Gísli Þorkelsson, 12.7.2008 kl. 14:07

3 Smámynd: Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Takk elsku Alli minn fyrir að ætla að koma í ágúst. Ég tek því þá fast að ég sé komin með veislustjóra ásamt bró ;)

Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 14.7.2008 kl. 18:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband