30.7.2008 | 11:13
Ég á enga vini lengur :(
Eða svo mætti halda. Allir bloggvinir mínir horfnir af síðunni hjá mér. En sem betur fer eru þeir þó ekki alveg týndir því að ég get séð þá hjá mér þó svo að þeir séu horfnir af forsíðunni.
Annars er það að frétta að ég er kominn heim til Eyja. Ég lagði af stað frá Egilsstöðum um kl. 22 í gærkvöldi. Lagði mig að vísu í tæpan klukkutíma í bílnum í Öræfunum og var kominn á Bakka um kl . 05. Veðrið er frábært. Ef ég ætti eitthvað að setja út á það þá er kannski aðeins of heitt .
En hvað um það, ég ætla að fara að koma mér aftur út í blíðuna. Bið að heilsa í bili.
Athugasemdir
...gleðilega þjóðhátíð
Guðný Bjarna, 31.7.2008 kl. 00:04
Takk fyrir það Guðný.
Þó svo að megnið af hátíðinni fari í vinnu mun ég samt njóta hennar (vinnunnar og hátíðarinnar) og skemmta mér.
Aðalsteinn Baldursson, 31.7.2008 kl. 02:31
Skemmtu þér vel og hafðu það gott um verslunarmannahelgina.
Kveðja Skattborgari
Skattborgari, 31.7.2008 kl. 02:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.