MEIRIHÁTTAR

Ég gæti notað mörg lýsingarorð yfir brekkuna en þetta er það fyrsta sem mér datt í hug. Þrátt fyrir þéttan úða, og þar með nokkra bleytu í dalnum, þá var kvöldið alveg dásamlegt.
Ég fór beint í brekkuna og hlustaði á strákana í Á.M.S. taka nokkur lög. Síðan kom sigurvegarinn í "Bandinu hans Bubba" (man því miður ekki hvað hann heitir), Logar, Páll Óskar og Bubbi. Að þessu loknu var kveikt í varðeldinum og Árni Johnsen stjórnaði brekkusöngnum eins og honum einum er lagið. Lokalagið hjá honum var að sjálfsögðu Þjóðsöngurinn okkar, og ég fæ alltaf gæsahúð að standa upp í brekku og syngja hann með mörg þúsund manns. Að söngnum loknum var kveikt á blysunum og þar á eftir flugeldasýning. Þetta var síðan toppað með því að flestir tónlistamennirnir sem komu fram í kvöldvökunni fluttu saman "Lífið er yndislegt".
Sem sagt MEIRIHÁTTAR kvöld. Eftir þetta allt saman tók við hefðbundið rölt á milli tjalda. Að venju byrjaði ég í tjaldinu hjá Grím og Eygló, en þar er alltaf borið fram tequila eftir brekkusönginn. Ég kíkti síðan í nokkur tjöld, tók einn hring í Dalnum og fór heim að því loknu.
Núna er ég að fara að koma mér í háttinn því að ég ætla að mæta í vinnu eftir 4 1/2 klst.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Bjarna

Guðný Bjarna, 4.8.2008 kl. 07:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband