Vandræðaunglingar ?!?

Það er vert að minnast á Þjóðhátíðargestina sem komu hingað til Eyja ofan af landi, í öllu þessu tali um vandræðaunglinga í dag. Ég var að vinna megnið af helginni við að ferja fólk í og úr Dalnum og í mínum huga voru "krakkarnir" upp til hópa áberandi skemmtilegir og kurteisir. Ég varð ekki var við nein vandræði eða vesen sem tekur því að nefna. Auðvitað er það þannig þegar mörg þúsund manns eru samankomin til að skemmta sér að einstaka svartir sauðir leynast inn á milli en ég sá því sem næst engan þeirra. Þvert á móti virtust allir vera komnir til þess að skemmta sér og öðrum. Mér finnst því miður allt of algengt að fólk sé tilbúið að láta heyra í sér þegar að illa gengur og á móti blæs. En mér finnst við líka mega láta heyrast það sem gott er.

Kæru Þjóðhátíðargestir, takk fyrir komuna og frábæra helgi. Ég skemmti mér vel í Dalnum en ekki síður  í akstrinum með ykkur. Sjáumst að ári. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sölvi Breiðfjörð

Ég er hjartanlega samála þér að það fer batnandi með hverju árinu sem líður hér á þjóðhátíð að kurteisin er í fyrirrúmi hjá þessum krökkum sem hingað koma.

Sölvi Breiðfjörð , 13.8.2008 kl. 20:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband