Líður að lokum.

Nú er farið að styttast allverulega í dvöl minni á austurlandi. Ég lýk minni vinnu hérna á sunnudagskvöldið n.k. og legg að öllum líkindum af stað á mánudaginn.
Ég þarf helst að vera kominn í borgina fyrir hádegið á miðvikudaginn í næstu viku til þess að byrja þar á námskeiði tengt nýju vinnunni, þannig að það verður ekkert úr því að ég skreppi heim í nokkra daga eins og ég ætlaði mér.
Það er dálítið ljúfsárt að vera að hætta hérna. Mér hefur liðið mjög vel hérna fyrir austan, bæði í vinnu og utan hennar, en jafnframt eru spennandi tímar framundan í nýrri vinnu.

Bið að heilsa í bili.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Ég kannast við tilfinninguna, það eru kostir og ókostir við tímabundnar ráðningar. Jákvæðu hliðarnar eru náttúrlega þær að kynnast nýju fólki og tengjast því og fánýja innsýn og reynslu.  Það neikvæða er hins vegar að það er ,,súrsætt" einmitt að stofna til nýrra kynna og tengsla og þurfa fjarlægjast þau.  Það sama gildir um faglega reynslu og upplifun. Í öllu falli kemur þú til með að nýta þér þá reynslu sem þú hefur öðlast, í framtíðinni.

Gangi þér vel á nýjum vettvangi, hvar ertu að fara að starfa?

 

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 23.9.2008 kl. 22:47

2 Smámynd: Aðalsteinn Baldursson

Ég stefni að því að fara aftur á unglingadeildina á BUGL, en meðan ég bíð eftir því að komast þar að fer ég að vinna á deild 15 á Kleppi.

Aðalsteinn Baldursson, 23.9.2008 kl. 22:52

3 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Spennandi starfsvettvangur en jafntamt mjög krefjandi. Gangi þér vel.

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 30.9.2008 kl. 18:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband