14.10.2008 | 23:24
Það er helst að frétta...
...að það er í raun ósköp lítið af mér að frétta. Ég er að reyna að koma mér fyrir, bæði í nýrri vinnu og nýrri íbúð. Það fyrra gengur nokkuð vel að ég held en hið síðara ekki eins vel en mjakast þó áfram.
Í öllu þessu tali um kreppu og slæma tíma ætla ég sem minnst að tjá mig um þá hluti. Ég held að það sé mun vænlegra að vera jákvæður og njóta þess sem gott er í tilveru okkar. Þar er ég að tala um fjölskyldu og vini. Nú er ráð að rækta vina- og fjölskylduböndin. Kíktu í heimsókn eða mæltu þér mót við einhvern sem að stendur þér nærri. Slepptu öllu krepputali og rifjaðu frekar upp góðar stundir. En umfram allt BROSTU. Það kostar ekkert en getur gefið heilmikið. Brostu til þeirra sem starfa með þér, þeirra sem afgreiða þig í bankanum eða búðinni og þeirra sem þú mætir á förnum vegi .
Athugasemdir
Algjörlega sammála þér með þetta. Bara brosa og reyna að vera glöð og hugsa um það sem næst okkur stendur og þakka. Góð færsla hjá þér enda átti ég ekki von á öðru :-) Gangi þér vel að koma þér fyrir. Kveðja fra naflanum. Auður
Auður Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 23:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.