Þetta er nú meiri helv... heppnin!

Hvað er eiginlega að fólki? Mér finnst þessi ummæli dæma sig sjálf. Vesalings mótmælandinn á samúð mína alla líkt og Geir. Að telja einhvern heppinn að hafa fengið krabbamein ber vott um algera heimsku. Ég vona að viðkomandi verði aldrei svo "heppinn" að fá krabba heldur lifi góðu lífi, laus við sjúkdóma hverskonar.
mbl.is „Ekki farin að finna til með honum ennþá“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbergur O Pétursson

Sammála. Það er erfitt að ímynda sér vanhugsaðri ummæli. Ef Guðrún Tryggvadóttir er með fullum sönsum er aðeins eitt fyrir hana að gera: Bjarga sóma sínum með afsökunarbeiðni. Ég þekki hana ekki í þessum ham.

Kristbergur O Pétursson, 23.1.2009 kl. 23:28

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Ég held ég taki undir með þessari grein sjálfstæðismanns í Kópavoginum sem má lesa á eftirfarandi slóð : http://baldur.xd.is/

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 23.1.2009 kl. 23:29

3 identicon

ég tek alveg undir þessa grein. frábær grein

sindri (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 23:49

4 Smámynd: Gunnhildur Ólafsdóttir

Var að vona að þetta hefði verið uppspuni, vildi ekki trúa að fólk gæti látið svona út úr sér. En svo er víst ekki raunin. Afsökunarbeiðni er því léttvæg krafa!

Gunnhildur Ólafsdóttir, 24.1.2009 kl. 00:01

5 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Kristbergur - ó jú - andstæðingum stjórnarinnar eru fá takmörk sett þegar sóðaskapurinn er annarsvegar -

„Hvað er hann að draga veikindi sín fram í dagsljósið núna?“ sagði Hörður Torfason þegar hann var inntur eftir viðbrögðum Radda fólksins við tíðindum af veikindum Geirs H. Haarde, forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, og tillögum um kosningar 9. maí. Hörður segir að ekki verði slegið af í mótmælunum þrátt fyrir tillöguna. Þetta sé þó hænuskref í rétta átt.

Þetta er hluti af því sóðalegasta viðtali sem ég hef heyrt.

Ólafur I Hrólfsson

Ólafur Ingi Hrólfsson, 24.1.2009 kl. 07:47

6 Smámynd: doddý

sæll nkosi

ég held að þessi kona sé ekki illgjörn, en hafi verið með endemum óheppin í orðavali. kv d 

doddý, 24.1.2009 kl. 16:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband