23.6.2009 | 09:53
Áfallahjálp!
Hvað er eiginlega að fólki?
Það að vera væla um að það þurfi áfallahjálp út af því að komast ekki inn í uppáhaldsskólann er í raun móðgun við þá sem lent hafa í áföllum og þurfa í raun að þiggja hjálp slíka hjálp.
Auðvitað er það svo að það er misjafnt hvernig við túlkum atburði en það að þurfa að "sætta sig við" þriðja val finnst mér ekki vera áfall. Nema þá auðvitað að viðkomandi hafi alla tíð verið umvafinn bómull og aldrei þurft að horfast í augu við lífið.
Auðvitað vilja foreldrar börnum sínum vel en þetta finnst mér vera snobb af verstu gerð.
Það að vera væla um að það þurfi áfallahjálp út af því að komast ekki inn í uppáhaldsskólann er í raun móðgun við þá sem lent hafa í áföllum og þurfa í raun að þiggja hjálp slíka hjálp.
Auðvitað er það svo að það er misjafnt hvernig við túlkum atburði en það að þurfa að "sætta sig við" þriðja val finnst mér ekki vera áfall. Nema þá auðvitað að viðkomandi hafi alla tíð verið umvafinn bómull og aldrei þurft að horfast í augu við lífið.
Auðvitað vilja foreldrar börnum sínum vel en þetta finnst mér vera snobb af verstu gerð.
Foreldrar bálreiðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Innilega sammála þér! Hvernig hefur hún verið alin upp?? Það verður nú eitthvað þegar fyrsti kærastin dömpar henni!
óli (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 13:06
Sem meðlimur í björgunarsveit verð ég að taka undir þau orð þín að það er móðgun við þá sem hafa lent í áföllum að halda því fram að einstaklingur þurfi á áfallahjálp að halda eftir að hafa ekki komist inní Versló.
Sem fyrrverandi framhaldsskólanemi finnst mér málið í heild sinni bara hið kjánalegasta og mamma þessarar stúlku ætti að skammast sín.
Elín (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 14:13
Sæl öll
Ég er búin að vera með áfallstreituröskun í mörg mörg ár og er blessunarlega komin í meðferð og búin að vera í henni í rúmt ár. Mér þykir það að líkja "áfalli" stúlkunnar við mín áföll (sem finnast eiginlega bara í hryllingsmyndum) vera móðgun við mig og alla/r þá/þær sem hafa lent í svipuðu og ég. Þessi komment frá móðurinni sýna bara hvað hún er ómeðvituð um áföll og PTSD (áfallstreituröskun) og hægt er. Leyfum áfallahjálp að vera fyrir þá sem eru með raunveruleg áföll og hætta að nota þetta sem týsku orð og lausn á heimsins vanda.
kv. Ragga
Ragga (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 01:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.