Mikil neyð.

Ég sá það þegar ég var í S-Afríku að vissulega eru þar margir sem að þurfa á aðstoð að halda. Myndirnar sem við sáum í þættinum í gærkvöldi sýna það svo sannarlega líka.
En við mættum líta okkur aðeins nær. Það er frábært að landsmenn skuli geta tekið saman höndum og safnað yfir 150 millj. þrátt fyrir að kreppi verulega að hjá okkur. Persónulega hefði ég viljað sjá þessa upphæð fara til þeirra hérna heima sem að sjá ekki fram á að geta keypt mat fyrir sig og sína fjölskyldu. Sem geta hugsanlega ekki glatt sín börn með góðum mat, gjöfum eða sómasamlegum fötum nú þegar jólin nálgast. Sem geta ekki keypt skólavörur fyrir börnin sín. Af nógu er að taka. Við skulum líta okkur aðeins nær. Ég hvet alla þá sem gáfu í þessa góðu söfnun til að fara nú eftir helgi og gefa ekki minna til mæðrastyrksnefndar, fjölskylduhjálparinnar eða einhvers af þeim fjölmörgu hópum sem að hjálpa þeim hér heima sem eru í neyð.
mbl.is 150 milljónir söfnuðust á Degi rauða nefsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið er ég fegin að sjá þetta því ég er einmitt búin að vera að hugsa það sama.  Hérna heima eru í alvörunni fullt af fjölskyldum sem eiga í bókstaflegri merkingu ekki fyrir mat, hvað þá jólum og öllu því sem okkur velmegurunum finnst nauðsynlegur og sjálfsagður hluti þeirra.  Sjálf ákvað ég að láta minn hlut renna til fátækra heimila á Íslandi þetta árið og hvet alla til að líta hingað heim og láta eitthvað af hendi rakna. 

anna (IP-tala skráð) 5.12.2009 kl. 15:36

2 Smámynd: Arnar Bergur Guðjónsson

Algjörlega sammála þessu hjá þér Aðalsteinn.

Það eru rosalega margir sem eiga um mjög bátt að binda og persónulega finnst mér að við eigum að einbeita okkur að okkar heimafólki á þessum erfiðu tímum.

Ég hef ekki séð margar hjálpastofnanir erlendis hjálpa fátækum íslendingum, held að það sé bara enginn.

Arnar Bergur Guðjónsson, 5.12.2009 kl. 18:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband