Færsluflokkur: Bloggar
15.9.2009 | 08:58
Andsk...... nógu gott fyrir Vestmannaeyjinga?
Mér finnst það fyrir neðan allar hellur að bjóða upp á hálfgert leikfangaskip til að sigla milli lands og Eyja þegar Herjólfur er sendur í slipp. Nú þegar farið er að hausta og allra veðra er von dettur snillingunum hjá vegagerðinni að senda skip sem má ekki sigla ef það byrjar aðeins að blása og er þar að auki ekki með lokað bíladekk nema að hluta til.
Hafið skömm fyrir.
Nú þykist ég vita að einhver á eftir að svara mér og segja að okkur sé nær að búa á þessu skeri og að við getum bara flutt upp á fasta landið og hætt þessu væli. En staðreyndin er sú að við teljumst (ennþá í það minnsta) Íslenskir þegnar og ættum því að fá boðlegt skip til afleysingar en ekki ferju sem má varla sigla á opnu hafi.
![]() |
Baldur siglir ekki fyrri ferð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.7.2009 | 10:34
Brjálað fangelsi.
Það er greinilegt að Áströlsk fangelsi eru öðruvísi en fangelsi sem við þekkjum hér á Fróni.
Samkvæmt byrjun fréttarinnar þá brjálaðist fangelsi og kveikti í heimili sínu. Hvar bjó þetta skapstóra fangelsi?
![]() |
Fékk engan hádegisverð og kveikti því í húsinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.6.2009 | 00:04
Eigandinn.

![]() |
Djarfur hrekkjalómur á Djúpavogi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.6.2009 | 21:30
Fáránleg fyrirsögn.
Mér sýnist á öllu eftir að hafa lesið þessa frétta að maðurinn hafi verið handtekinn fyrir að ráðast á lögregluþjón en ekki fyrir að loka greyið hundinn inni í bílskúr.
Hitt er svo annað mál að dýraeigendur sem að koma svona fram við skepnurnar sínar mættu alveg prófa það sjálfir hvernig er að vera lokaður inni á þennan hátt.
![]() |
Handtekinn fyrir illa meðferð á hundi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.6.2009 | 09:53
Áfallahjálp!
Það að vera væla um að það þurfi áfallahjálp út af því að komast ekki inn í uppáhaldsskólann er í raun móðgun við þá sem lent hafa í áföllum og þurfa í raun að þiggja hjálp slíka hjálp.
Auðvitað er það svo að það er misjafnt hvernig við túlkum atburði en það að þurfa að "sætta sig við" þriðja val finnst mér ekki vera áfall. Nema þá auðvitað að viðkomandi hafi alla tíð verið umvafinn bómull og aldrei þurft að horfast í augu við lífið.
Auðvitað vilja foreldrar börnum sínum vel en þetta finnst mér vera snobb af verstu gerð.
![]() |
Foreldrar bálreiðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.4.2009 | 02:23
Og Kolbrún vill síðan halda ráðherrastólnum!
Ég held að Kolbrún blessunin ætti að skoða það sem nokkuð ákveðna vísbendingu að u.þ.b. 24,5% vildu hana ekki en vildu samt flokkinn hennar. Það væri skandall ársins ef að henni byðist að halda ráðherra embættinu.
Skondið að hún skuli ekki vera búin að setja út á nafngiftina "ráðHERRA" eftir að hún fékk stólinn.
![]() |
Össur var næstur falli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.4.2009 | 15:08
Farið hefur fé betra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.4.2009 | 16:28
Ástþór og allir vondu mennirnir.
Á þessari slóð má hlusta á viðtal sem að Freyr Eyjólfsson á Rás 2 tók við Ástþór Magnússon í Síðdegisútvarpinu á Rás 2 þann 15.04. Ég hvet alla til að hlusta á þetta viðtal því að í mínum huga verður það til þess að Lýðræðishreyfingin geldur algert afhroð í komandi kosningum. Ég get með góðri samvisku sagt að ég er ópólitískur og sennilegast mun ég skila auðu núna í þessum kosningum, en efalaust eiga einhverjir eftir að bendla mig við auðvaldið af því að ég voga mér að mæla mót Ástþóri. Þetta viðtal lýsti, að mér finnst, eiginlega engu nema gífurlegum hroka og frekju Ástþórs. Allir eru á móti honum. Allir stjórnmálamenn og flokkar eru glæpamenn. ALLIR eru vondir, nema hann.
Ég hef sagt og segi enn; ÉG MUN ALDREI KJÓSA ÁSTÞÓR MAGNÚSSON né nokkurn þann hóp sem hann fer fyrir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
26.3.2009 | 14:38
Hvernig skurn skuldi þessi umskurn vera?
![]() |
Bandaríkjamenn með umskurn á heilanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.2.2009 | 23:33
Bjóðum hann velkominn.
![]() |
Mótmæla heimsókn Dalai Lama til Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)