Skammarlegar aðgerðir lögreglu.

Auðvitað er páfinn að gagnrýna aðgerðirnar. Það veit hver heilvita maður að kaþólskir prestar eru allir sem einn saklausir af öllu sem þeir hafa gert.
Ég er ekki að segja að þeir séu allir sekir en sagan hefur því miður kennt okkur að ansi margir hafa þeir brotið af sér á svívirðilegan hátt. Þegar upp koma ásakanir sem þessar þarf að rannsaka þær vandlega til þess að komast að hinu sanna í málinu. Ekki síst þá til að sýna fram á sakleysi viðkomandi. Séu þeir saklausir ættu þeir því í raun að fagna en ekki fordæma.


mbl.is Páfi gagnrýnir belgísku lögregluna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þór Sigurðsson

Ekki gleyma að í kaþólskri trú einni er boðið upp á þann möguleika að ef þú vilt ekki iðrast, þá geturðu keypt þér syndaaflausn fyrir sanngjarna summu.

Þannig eru í kaþólskri trú þeir einir syndarar sem ekki hafa efni á öðru. :)

Að sjálfsögðu hefði átt að vera búið að uppræta með öllu eingyðistrú, sama hvaða nafni hún nefnist, enda slík trú gengið að öllum menningarsamfélögum dauðum þar sem hún hefur staldrað við, utan Evrópu. Ameríka í heild sinni fallin í skaut kristna guðsins, miðausturlönd liðuðust í sundur undan oki þrenningarinnar (Iahve, Guð, Allah), Kína fór í köku þegar blöndu af kristni og ópíumi var þröngvað upp á þá, Afríka öll lögð í rúst af trúboðum vesturlanda...

Maður má vera ógnarheimskur að halda að einhver lausn felist í eingyðistrúnni, jah, önnur en útrýming mannkyns kannski...

Þór Sigurðsson, 27.6.2010 kl. 15:43

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þér skjátlast algerlega um þetta, Þór, í fyrstu tveimur setningunum.

Framhaldið er fantastískur spuni.

Jón Valur Jensson, 28.6.2010 kl. 08:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband