Loka eigandann inni í nokkra daga án matar.

Það er með ólíkindum hvað fólk getur fengið af sér að vera vont við dýr. Ef það er málið að eigandinn lokaði köttinn inni á hann sjálfur að fá að finna fyrir eigin meðulum. En svo er það hitt að kettir eru mestu ólíkindatól og það getur allt eins verið að kisa hafi komist inn í mannlausa íbúðina en ekki komist út aftur.
mbl.is Grindhoruðum ketti bjargað af lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; Aðalsteinn !

Augljóst; af þínum skrifum, að þú ert mikill dýravinur. Þakka þér, að taka þetta mál fyrir.

Sjálf eigum við; fjölskyldan, fjóra ketti, sem jaðrar við, að séu ofaldir.

Með beztu kveðjum, spjallvinur góður / Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 11:18

2 Smámynd: Aðalsteinn Baldursson

Ég held að ég geti með sanni sagt að ég sé dýravinur. Hef sjálfur átt ketti. En eins og staðan er hjá mér í dag gæti ég ekki hugsað mér að fá mér gæludýr því að það er ekki nóg að eiga eitt slíkt, það þarf að sinna þeim líka. Ég held að margur geri sér ekki grein fyrir því hversu mikil ábyrgð er fólgin í því að taka dýr inn á heimilið.

Annars hef ég stundum sagt að hið fullkomna gæludýr er slanga. Ef þú þarft að fara að heiman í einhvern tíma þá er bara að gefa greyinu að éta og koma því svo fyrir á svölum stað. Þá hægir það svo vel á allri líkamsstarfsemi að það er vel sett í drjúgan tíma.

Takk fyrir "kommentið"

Aðalsteinn Baldursson, 3.4.2008 kl. 11:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband