"Skjót" viðbrögð hjá félögunum.

Þessi yfirlýsing segir akkúrat ekki neitt.

„Það er stjórnendum fyrirtækjanna mikið áhyggjuefni ef þjónusta þeirra veldur vonbrigðum. Verið er að fara yfir málið sem um ræðir, auk þess sem rætt verður við málsaðila. Í kjölfar þeirrar rannsóknar verður brugðist við með viðeigandi hætti."

Málin verða væntanlega rædd LENGI og ítarlega þangað til að þessu verður sópað undir teppið.


mbl.is Brugðist við vegna fréttar Morgunblaðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Saumaklúbburinn

Já, við skulum alltaf búast við hinu versta, er það ekki?

Saumaklúbburinn "Allavega einni færri", 3.4.2008 kl. 13:19

2 identicon

Það er allavega hefðin  hjá þessum fyrirtækjum, að standa undir okkar verstu væntingum..

ari (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 15:40

3 identicon

Síðan sl. sumar hef ég ætlað að koma frá mér svipaðri upplifun þegar sonur minn 19 ára braut á sér báða fætur í útlöndum á ferðalagi með vinum. Um leið og við foreldrarnir fengum fréttina flaug ég út til sonarins og beint á sjúkrahúsið sem hann lá á, einn og í útlöndum þar sem fólk skildi hann misjafnlega vel. Það var eins og öllu væri borgið þegar ég birtist á sjúkrastofunni, en næstu 7 dagar áttu aldeilis eftir að afsanna það.

Ferðatrygging var í fullu gildi, ferðin greidd með viðsk. korti VISA og TM var tryggingarfyrritækið mitt. Eins og líklega flestir þá kunni ég ekkert á þessa aðstöðu og byrjaði á því að hringa í tryggingafélagið. það sagði mér frá því að undirverktakafyrirtækið SOS myndi sjá um flutning heim og þau myndu setja þetta strax í gang. Þetta var sama dag og ég flaug út (Mánudagur). Ég notaði símann mikið þennan dag, leitaði aðsoðar og upplýsinga hjá vinum, nýtti sambönd vel og kynnti mér öll mál hjá lækni sonarins.

(Þriðjudagur) - ég fæ símann hjá SOS uppgefinn hjá TM og leita upplýsinga þar. SOS segir mér hinsvegar að þau hafi engar upplýsingar fyrr en málsnúmer hafi verið stofnað. Það sé númerið sem ég eigi að gefa upp til að fá stöðu málsins. Ég hringi aftur í TM og fæ þau svör að SOS sé með málið. Dagurin líður hægt og ég reyni að létta syninum daginn sem sífellt er að spyrja mig hvenær við förum heim, en dagurinn líður án þess að ég fái þetta málsnúmer.

(Miðvikudagur) - ég byrja á því að hringja í SOS og fæ þá þær upplýsingar að málið hafi verið stofnað en enginn sé farinn að sinna því og var jafnframt látinn vita að það yrði hringt í mig um leið og eitthvað gerist. Um hádegið er ég búinn að athuga með möguleg flug heim. Búinn að ræða við stöðvarstjóra Icelandair og kanna svona aðgerð. Vandamálið sem blasti við var að engin laus sæti voru næstu 3 daga og við yrðum líklega að aka með sjúkrabíl til annarrar borgar og fá flug þaðan. Soninn mátti ekki flytja nema liggjandi. Rétt fyrir lok dagsins hringi ég aftur í TM til að leita frétta, en þá er tengiliðurinn minn farinn í sumarfrí og enginn virðist vita neitt um málið. Ég hringi þá í SOS til að leita frétta og er þá spurður að því hvort sonur minn hafi átt þátt í að valda slysinu. Ég gat ekki annað en svarað því játandi því þannig hafði þetta jú að hluta komið til. Þá sagði SOS fulltrúinn mér að SOS og TM höfnuðu málinu og ég væri á eigin vegum. Ég hálfpartinn hafði átt von á þessu því ég hafði haft nægan tíma þarna úti til að kynna mér smáa letrið í tryggingarskilmálunum. Ferðamaður "undir áhrifum" sem t.d. hrasar um gangstéttarbrún og brýtur á sér nefið er ekki tryggður því "hann átti þátt í að valda slýsinu" þ.e. utanaðkomandi aðstæður ullu því ekki. Svona er nú klásúlan sú. Ég í örvæntingu minn leita leiða til að koma okkur heim en þarna úti var þetta bara of mikið fyrir mig að höndla. Sonurinn var með gerfi skinn ígræðslu sem nauðsynlega varð að fjarlægja innan 6 daga. Læknarnir úti töldu strákinn þurfa það miklar aðgerðir að best væri að byrja á þeim á Íslandi því þær myndu taka talsverðan tíma. Ég hafði því hámark 3 daga til að koma okkur heim og leitaði nú alvarlega ásjár vina og vandamanna með kostnaðinn við þetta sem leit út fyrir að vera um 700 þúsund krónur. Í stuttu máli sagt þá vildi SOS fá tryggingu fyrir kostnaðinum ef þeir ættu að sjá um þetta. Í gegnum Landsbankann, viðskiptabanka minn, sem stóð sig frábærlega, náði ég að útvega eina milljón í tryggingu svo SOS gæti byrjað að vinna í þessu. Um leið og þetta datt í gegn, sem tók næstum allan daginn því samskipti við TM voru erfið vegna sumarleyfa, þá gekk þetta í gegn. Ég hringdi strax í SOS til að flýta fyrir og vildi segja þeim nákvæmlega hvaða flugleiðir væru mögulegar því nú vissi ég allt um alla möguleika við að komast heim, hvort sem það var í gegnum kaupmannahöfn eða aðrar leiðir. SOS sagðist myndi setja málið að kanna flug strax næsta dag. Þeir afsökuðu sig vegna manneklu er stafaði að sumaarafleysingum. þau segjast munu hringja strax í mig og eitthvað gerist.

(Fimmtudagur) - ég hringi í SOS um kl. 11 þar sem ég hef ekki heyrt neitt í þeim allan morguninn og ítreka þessar upplýsingar sem ég hafði um flugin, bara til þess að fá svarað "you have to allow us to do our job, take it or leave it". Ég bíð út daginn engar frekari fréttir koma frá SOS.

(Föstudagur) - íslenskur sjúkraliði hringir í mig frá Kaupmannahöfn og segist hafa fengið það verkefni að fylgja syninum í sjúkraflugi til Íslands. Hann muni fljúga til okkar næasta morgunn. Ég var auðvitað svekktur yfir tímanum sem þetta ætlaði að taka en sáttur við að sjá fyrir endann á þessu. hann sagði jafnframt að SOS myndi hringja í mig seinna um daginn með öll smáatriði. Dagurinn líður og ekkert heyri ég og að lokum hringi ég aftur í sjúkraliðann sem þá segir mér að búið sé að afturkalla það að hann fljúgi til okkar en hann viti ekki af hverju. Ég hringi beint í SOS sem segir mér að flug næstu daga til Íslands séu öll fullbókuð og að þeir geti ekki flutt soninn fyrr en vonandi á Sunnudag. Ég brást mjög illa við og minnti SOS á það að ég hafði reynt að segja þeim þetta fyrri tveim dögum. Á þessu stigi sögunnar vil ég að allir skilji það að á hverjum degi var ég búin að segja syninum að við værum að fara heim og núna ákvað ég að segja honum ekki frá þessu heldur lét hann trúa því að planið væri enn í gangi og allt í gangi. Þreytt og ráðþrota gáfumst við hjónin upp á þessu og ákváðum í örvæntingu að leita ásjár góðs vinar sem brást þannig við að við að sólarhring síðar lentum við á Reykjavíkurflugvelli. Ég get ekki með orðum lýst því hversu ánægður ég var að geta sagt SOS að loka málinu því við myndum afgreiða þetta sjálf.

Ég ákvað að gera ekkert í málinu, skrifa ekkert um þetta og bara taka þessu. Nú mánuðum síðar er ég enn reiður út í SOS fyrir fádæma léleg og óskipuleg vinnubrögð og TM fyrir það að láta mér líða eins og glæpamanni eftir að sú afstaða þeirra varð ofan á að sonurinn hefði átt þátt í að valda eigin slysi og þeir væru lausir allra mála. Ég spurði mig líka oft að því hvers vegna svona staða getur komið upp. Á bara að skilja fólk hjálparvana eftir þar sem það liggur í útlöndum? Þegar leitað er vélsleðamanna eða annarra í íslenskum óbyggðum þá er ekki snúið við ef það finnst vínlykt af þeim og þeim sagt að redda sér sjálfir. Það er átt við þau atriði eftirá enda sjálfsagt mál.

Takk fyrir lesturinn

Axe

Axel G (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 16:47

4 Smámynd: Aðalsteinn Baldursson

Takk fyrir þetta Axel. Málið er akkúrat þetta, ég veit um dæmi þess að ættingjar hafa þurft að fara út í það að safna pening til að koma einhverjum heim frá útlöndum. Það að viðkomandi hafi verið búinn að fá sér í glas gerir það að verkum að stór hluti þeirra Íslendinga sem eru á ferðalagi erlendis eru réttlausir gagnvart tryggingum.
Ég vona bara að sonur þinn sé á góðum batavegi.

Aðalsteinn Baldursson, 3.4.2008 kl. 19:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband