22.6.2008 | 21:41
Djö....... viðbjóður.
Hvað er að fólki? Það er með ólíkindum hvað fólk gengur langt í viðbjóðnum. Ekki er langt síðan að ég las frétt um lítinn dreng sem hafði verið misþyrmt á ýmsan hátt af móður sinni, m.a. setti hún hendurnar á honum á glóðheitar eldavélarhellur. Og síðan kemur þetta í kjölfarið. Svona fólk á að læsa inni og henda síðan lyklinum þannig að það komist aldrei aftur út á meðal fólks. Því að þessir einstaklingar eru varla hæfir úti í samfélaginu.
Barnaníð í Texas | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er nóg til af svona fólki. Best væri að setja þessa aðila bara í rafmagnstólinn dýrt að vera með þá í fangelsi. Hvað er að þessu liði?
Skattborgari, 22.6.2008 kl. 21:49
Það sem er svo sjokkerandi er að þetta er ekki einn og ekki tveir, heldur margir sem þarna koma að. Hvers konar samfélag getur af sér svona lið?
Svanur Gísli Þorkelsson, 22.6.2008 kl. 21:53
Einn byrjar kannski á að segja þetta gæti verið fyndið þegar þeir eru búnir að drekka og svo byrjar hópurinn að tala um þetta þegar allir eru kannski undir áhrifum og eitt leiðir að öðru. Svo endar þetta svona. Þetta er eina skýringin sem mér dettur í hug Svanur. Flott mynd Svanur ætlaði ekki að þekkja þig.
Skattborgari, 22.6.2008 kl. 21:57
Ég er ekkert endilega viss um að liðið hafi verið undir áhrifum. Svona óeðli hefur held ég ekkert að gera með vímu.
Aðalsteinn Baldursson, 22.6.2008 kl. 23:02
Áfengi losar oft um málbenið og fær fólk til að hugsa um heimskulega hluti og tala um ýmsa vitleysu. Þessi aðilar eru ekki í lagi einhverntímann byrjaði einn eða 2 að hugsa um þetta svo að tala um að gera þetta áður en þetta byrjaði.
Skattborgari, 23.6.2008 kl. 00:11
Áfengi getur leyst ýmsar hvatir sem fólk hugsar ekki um edrú úr læðingi og komið með þær upp á yfirborðið. Taktu bara margar af þessum byttum sem eru alltaf í slag nirðí bæ um helgar sem dæmi en dettur oft ekki í hug að fara í slag edrú.
Skattborgari, 23.6.2008 kl. 00:39
Hvaða rugl er þetta.....Á að fara að afsaka svona viðbjóð með fylleríi.......Ég drakk sjaldan styttra en 2-3 mán í einu......Tók mína túra og notaði líka margt sterkara.....Enda alkahólisti og fíkill sem er búin að vera edrú í 5 ár.........en ég get sagt þér það þú þarna skattborgari að ég haga mér ekki svona og ekki hinir alkavinir mínir heldur og þekki ég böns af þeim....Nei!!!! Þetta er einfaldlega óeðli og mannvonska og kemur vímu ekki rassgat við......Þvílík þröngsýni og heimska að detta þetta í hug. Sorrý Alli minn að ég skuli vera að ropa svona á blogginu þínu, get bara ekki annað en blandað mér inn í umræðurnar.
Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 25.6.2008 kl. 00:27
Þú mátt alveg ropa hérna frænka, enda er ég þér sammála í þessu. Óeðli mannsins hefur, að ég held, lítið með drykkjumynstur að gera.
Aðalsteinn Baldursson, 25.6.2008 kl. 00:39
Þegar fólk drekkur kemur stundum það versta í fólki fram. Flestir sem betur fer hugsa ekki um svona ég veit ekki um nein sem gerir það. Steingrímur hefur í mörgum tilvikum þegar hann fremur glæpi gegn börnum verið fullur.
Ég skil ekki svona hugsunarhátt sem betur fer.
Skattborgari, 26.6.2008 kl. 00:45
Að vera fullur þegar glæpur er framin eða undir áhrifum vímuefna er ekki afsökun. Þessir menn eru veikir.
Skattborgari, 26.6.2008 kl. 00:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.