Hömlur hhmmmm kannski en ritskoðun nei takk.

Hinsvegar er það í góðu lagi að bloggarar séu ábyrgir fyrir því sem þeir setja á netið. Það má þó aldrei fara út í það að ritskoða efni sem við setjum á netið. Ég er ekki alltaf sammála þeim sem eru að skrifa, en það er ekki þar með sagt að þeir eigi ekki að hafa rétt á að skrifa það. Hinsvegar verður að vera hægt að draga menn til ábyrgðar ef þeir eru með ærumeiðingar eða eru að hvetja til lögbrota á sínu bloggi alveg eins og þegar menn skrifa það í blöðin.
mbl.is Vilja setja hömlur á bloggara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ég er sammála þér með þetta og held að þetta komi allt til með að ganga eftir. Þ.e. að stór vefsvæði sem eru að þróast upp í einskonar vefsamfélög munu koma sér smá saman upp reglum sem verða virtar. Það er einfaldlega öllum til hagsbóta. Þeir sem vilja ekki lúta reglunum, verða fyrir utan. Ég held að það verði aldrei hægt að koma einhverjum allsherjar hömlum á netið, sem betur fer.

Svanur Gísli Þorkelsson, 26.6.2008 kl. 15:00

2 Smámynd: Skattborgari

Ég tel að það sé ekkert efni hafið yfir umræðu svo lengi sem ekki er verið með ærumeiðingar eða verið að hvetja ti lögbrota.

Það hafa allir rétt á sinni skoðun hversu heimskuleg sem manni kann að finnast hún. 

Ef að umræða er bönnuð þá fer hún neðanjarðar og þá koma vandamál og hatur upp. 

Skattborgari, 26.6.2008 kl. 23:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband