Þéttskipuð dagskrá júlímánaðar.

Það er víst óhætt að segja að þessi mánuður hefur ekki boðið upp á mikla afslöppun, ekki það að ég sé að kvarta.
Fyrsta helgi mánaðarins bauð upp á Goslokahátíð. Virkilega skemmtileg helgi, Skvísusundið troðfullt af fólki þannig að ég gat ekki snúið mér í hálfhring án þess að hitta einhvern sem maður "þurfti" að stoppa og spjalla við.
Helgina þar á eftir komu pabbi og maður frænku minnar í heimsókn. Sú helgi var að vísu vinnuhelgi hjá mér þannig að ég gat ekki sinnt þeim sem skyldi. Samt náði ég að fara með þeim á Reyðarfjörð og Eskifjörð á fimmtudeginum. Þeir fóru síðan niður á Borgarfjörð eystri á föstudeginum og þegar ég var búinn að vinna seinnipartinn á laugardeginum kíktum við inn að Skriðuklaustri.
Nýliðna helgi var ég á ættarmóti á Borgarfirði eystri. Hjalli bro og Þórína syss komu á fimmtudagskvöldið austur og við fórum síðan á föstudeginum niður eftir. Frábær helgi í alla staði. Þau fóru síðan upp úr hádeginu suður en ég skrapp ásamt nokkrum frændum mínum í Loðmundarfjörð. Þangað var ég að koma í fyrsta skipti og ég sé svo sannarlega ekki eftir að hafa farið í þá ferð.
Um næstu helgi verða síðan Bræðslutónleikarnir á Borgarfirði þannig að ég á fastlega von á því að kíkja aftur niður eftir þá helgina.
Síðan er komið að Þjóðhátíðinni. Ég legg í'ann héðan seinnipartinn á þriðjudaginn og stoppa eitthvað frameftir vikunni eftir hátíðina.
Ég fer í sumarfrí á þriðjudeginum þannig að það er eiginlega óráðið hvað ég geri af mér fram til 18. ágúst þegar ég byrja aftur að vinna, það kemur bara í ljós.
Semsagt viðburðarríkur mánuður sem er langt frá því að vera búinn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband