Er Reykjavíkurflugvöllur einkamál Reykvíkinga?

Nei, hann er það ekki. Flugvöllurinn skiptir ekki síst máli fyrir landsbyggðarfólkið því að hann gegnir mikilvægu öryggisatriði. Það virðist þó vera svo að margir höfuðborgarbúar séu algerlega blindir þegar að kemur að þessu atriði. Megnið af sjúkraflugi hér á landi fer fram með fastvængjum en EKKI þyrlum. Þannig að það skiptir miklu máli að flugvöllurinn sé stutt frá sjúkrahúsunum í borginni. Stundum eru bara nokkrar mínútur sem skilja milli lífs og dauða.
Hvers vegna er sumum (flestum) borgarfulltrúum svona mikið í mun að koma flugvellinum í burtu? Ég spurði að því á fundi með fulltrúum allra flokka fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar hver þeirra skoðun væri á flugvallarmálinu. Aðeins einn frambjóðandi gat svarað þessari spurningu, Það var Ólafur F. Hinir færðust allir undan því að svara. Getur verið að það séu einhverjir persónulegir fjárhagslegir hagsmunir í húfi? Ég vona að svo sé ekki, en hingað til hef ég ekki séð eða heyrt nein haldbær rök þessara aðila um það hvers vegna þeir vilja koma flugvellinum í burtu frá því sem þá verður dýrmætt byggingasvæði.


mbl.is Ólafur hellti sér yfir Vilhjálm Þ.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hvað áttu við með "persónulegum og fjárhagslegum hagsmunum"?

teitur atlason (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 07:53

2 Smámynd: Aðalsteinn Baldursson

Ég er bara að velta því fyrir mér hvers vegna sumum er svo mikið í mun að koma flugvellinum í burtu af þessu dýra byggingasvæði.
Ég hef heyrt raddir þess efnis að eitthvað búi þar að baki en ég get ekki sagt neitt til um það. Ég vona svo sannarlega að svo sé ekki.

Aðalsteinn Baldursson, 3.9.2008 kl. 09:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband