Ég hef verið klukkaður.

Guðný Bjarna klukkaði mig og ég get ekki skorast undan.

Fjögur störf sem ég hef unnið um Ævina:

Starfsmaður Flugleiða í Eyjum.
Vinnumaður í sveit.
Sjúkraliði.
Hjúkrunarfræðingur.

Fjórar bíómyndir sem ég held uppá ;

The Sound of music.
The Shawshank redemption.
Mýrin.
Monty python myndirnar. 

Fjórir staðir sem ég hef búið á;

Vestmannaeyjar.
Reykjavík.
Höfn í Hornafirði.
Egilsstaðir.

Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:

Monty pythons flying sircus.
CSI og Law & order seríurnar.
Næturvaktin.
House.

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum;

Borgarfjörður eystri.
Kanaríeyjar.
Suður afríka.
Slóvenía.

Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg;

facebook.com.
mbl.is.
b2.is.
eyjar.net.

Fernt sem ég held uppá matarkyns:

Lambakjöt. 
Humar.
Steikt loðna.
Síðan er fylltur krókódílahali það besta sem ég hef smakkað.

Fjórar bækur sem ég hef lesið oft:

Ilmurinn, saga af morðingja.
Tinnabækurnar.
Morgan Kane, fyrir ansi mörgum árum síðan.
Ísfólkið.

Fjórir bloggarar sem ég ætla að klukka;

dagurbj
svanurg
birkire

immug

Nú er bara að sjá hver svör þeirra verða. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Bjarna

...fylltur krókódílahali...það fer reflex í gang djúpt í iðrum...sem leitar upp á við...en kannski er það vegna vanþekkingar

bestiu kveðjur

Guðný Bjarna, 10.9.2008 kl. 16:14

2 Smámynd: Aðalsteinn Baldursson

Ég get fullvissað þig um það að þetta var ekkert til þess að fúlsa við. Á mjög svo dýrum veitingastað (á mælikvarða heimamanna) í S-Afríku fékk ég þetta lostæti.

Aðalsteinn Baldursson, 11.9.2008 kl. 00:43

3 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Ja, hér. Get ekki ímyndað mér bragðið af skottinu  Djarft að þér að prófa!

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 14.9.2008 kl. 10:09

4 Smámynd: Aðalsteinn Baldursson

Ég hef alla tíð verið til í að smakka ýmislegt framandi. Í þessari S-Afríkuferð minni smakkaði ég einnig á þurrkuðum lirfum, sem heimamenn kalla Mopani-orma. Sjálfum finnst mér það meiri dirska heldur en að bragða á króksa.

Aðalsteinn Baldursson, 14.9.2008 kl. 13:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband