Jólakveðja.

Það er með ólíkindum hvað tíminn hefur flogið áfram. Þjóðhátíðin er varla nema rétt nýliðin og nú eru að skella á okkur jól.

Þessi jólin verða með mjög svipuðu sniði og flest jól hafa verið hjá mér síðan 1997, þ.e. ég verð í vinnu á aðfangadagskvöld. Vissulega er söknuður að vera fjarri mínum nánustu á þessum tíma en hinsvegar hefur mér alltaf fundist hátíðlegt að vera með öðrum sem að ekki geta dvalið hjá sínum nánustu.
Ég mun síðan halda á braut frá borg óttans og sigla heim í sæluna þann 28. des. og verja áramótunum með mínum nánustu.

Kæri lesandi góður, ég óska þér og þínum gleðilegra jóla og ég vona að þú hafir það sem allra best um hátíðarnar.

Með jólakveðju, Aðalsteinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gleðileg jól!

Þorsteinn Briem, 24.12.2008 kl. 13:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband