21.1.2009 | 00:34
Hvað er að marka?
Þór Jóhannesson sem mbl fréttir ræddu við sagði að um 100 svartklæddir sérsveitarmenn hafi ruðst í gegn um hóp mótmælenda og m.a. handleggsbrotið mann. Er eitthvað að marka svona yfirlýsingu? Ég efast um það að það séu rúmlega 100 sérsveitarmenn á vaktinni.
En hvað veit ég svo sem.
En það sem ég sá í dag og í kvöld voru því miður að miklu leiti skrílslæti. Ég sé ekki hvað það þjónar tilgangi í mótmælum sem þessum að rífa niður jólatréð sem stóð fyrir framan alþingishúsið og brenna það á báli.
En hvað veit ég svo sem.
En það sem ég sá í dag og í kvöld voru því miður að miklu leiti skrílslæti. Ég sé ekki hvað það þjónar tilgangi í mótmælum sem þessum að rífa niður jólatréð sem stóð fyrir framan alþingishúsið og brenna það á báli.
Beittu kylfum á mótmælendur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Heill og sæll; spjallvinur góður !
Hygg; að þú þurfir, að skoða málin, í mun víðara samhengi, nkosi minn. Hér hefir vaðið uppi; allsendis óhæft fólk, til allra verka, á valdastólum, undanfarið, og á að verðlauna það; sérstaklega, fyrir lydduháttinn ?
Reyndar; hefir mig grunað, um all nokkra hríð, að fjöldi stjórnarliða (og slatti Framsóknarmanna; einnig), hafi notið góðs, af braski hins raunverulega SKRÍLS, Aðalsteinn minn.
Mér sýnist; sem Þór sé enginn spaugari, né skrumari, og því megi alveg taka mark, á hans orðum, í þessu samhengi öllu.
Með baráttukveðjum; sem oftlegar, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 00:46
Til sjálfstæðismanna => Það er í raun stórundarlegt þetta langlundargeð þeirra sem kosið hafa spillingarflokkinn, það er eins og þið séuð blind og heyrnarlaus, með fullri virðingu fyrir þeim einstaklingum. Er ykkur sem sagt sama um það hvernig Sjálfstæðisflokkurinn hefur farið með landið okkar? ekki nóg með að þessi flokkur hafi rústað efnahag þjóðarinnar með því að búa hér til eftirlitslaust frjálshyggjubrjálæði, heldur bjó þessi flokkur til kvótakerfi sem er með innbyggðan hvata svo menn taki fé út úr greininni í formi veðsetningar. Og nú er svo komið að greinin stendur vart lengur undir sér því skuldirnar eru orðnar svo miklar að þó svo fiskur verði veiddur næstu árin og áratugina þá dugir það ekki til að borga veðlánin sem tekin hafa verið út á fiskinn. Það er þvílík skítalykt af ykkur frjálshyggjupésum sem enn þráist við og leggist faltir undir spillingarvef frjálshyggjuflokksins. Óheiðarleikinn ríður húsum í Valhöll og skósveinar flokksins láta mikinn á bloggsíðum þar sem þeir tala um að réttast væri að lemja mótmælendur. Það er eins og þið hægrimenn sem eruð kannski verkafólk, fattið ekki að það er verið að berjast fyrir réttindum ykkar, ekki ósvipað og þegar almannatryggingar voru settar á og sveitfesti var afnumið. Það þurfti að stilla Sjálfstæðisflokknum upp við vegg til að tryggja lágmarks vernd og mannréttindi í þjóðfélaginu með almannatryggingum árið 1946. Svo þetta er ekkert nýtt að þessi flokkur sérhagsmuna drulli yfir landsmenn. Svo komið þið hægrimenn og undrist mótmælin, ef ég hefði kosið x-d þá myndi ég hafa vit á því að skammast mín eða biðja þjóðina afsökunar á því að hafa sýnt slíkan dómgreindarskort.
Ég reyndar sýndi einu sinni þennan dómgreindarskort og það var árið 1991 þegar ég kaus flokkinn með slagorðið stétt með stétt, og þvílík lýgi, þessi Sjálfstæðisflokkur hefur aldrei staðið með vinnandi fólki, heldur hefur flokkurinn stutt atvinnurekendur fram úr hófi t.d. með skattalækkuninni úr 30% í18% sem í raun var algjört svindl og svínarí. Þetta var gert á þeim forsendum að það væri betra fyrir fyrirtækin og þau væru betur í stakk búin til að keppa við fyrirtæki á erlendum markaði. En málið var að það lækkuðu skattar á öll fyrirtæki, ekki bara þau sem voru að keppa á erlendum mörkuðum, í því fólst svindlið. Láta fyrirtækjaeigendur taka minni þátt í að reka þjóðfélagið og vinnandi fólk meiri þátt. Í Skandinavíu taka fyrirtæki m.a. þátt í leikskólarekstri og hafa alveg efni á því + það að borga bæði betri laun en á Íslandi og hærri skatta. Þannig að hér á landi hefur Sjálfstæðisflokkurinn séð til þess að millifæra peninga frá vinnandi fólki yfir til atveinnurekenda. þess vegna skil ég ekki út af hverju verkafólk og sjómenn eru að kjósa þennan sérhagsmunaflokk, þennan íslands meistara í spillingu.25% þeirra sem kjósa spillinguna eru verkafólk og 33% eru sjómenn, já talandi um að skjóta sig í fótinn.
Valsól (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 01:41
Sæl mín kæra Valsól.
Af hverju gerirðu ráð fyrir því að ég sé sjálfstæðismaður? Mig langar til að koma því skýrt á framfæri að ég kaus núverandi ríkisstjórn EKKI og hef engan áhuga á að sjá þessa aðila við stjórnvölinn. Sjálfur var ég á Austurvelli seinnipartinn í gær og í gærkvöldi. Megnið af mannskapnum sem var þar fram eftir degi voru einstaklingar sem voru heilshugar að mótmæla og ég tek undir með þeim. En þegar menn eru farnir út í skemmdarverk og hugsanlegar meiðingar þá get ég ekki verið sammála. Ég varð vitni að því að nokkrum sinnum voru sprengdar nokkuð öflugar bombur, m.a. hent niður í bílageymsluna þar sem að lögreglumenn voru fyrir innan grindarhlið. Sumar bomburnar voru það öflugar að þjófavarnakerfi bíla í nágreninu fóru í gang. Það að lögreglan skuli beita varnarúða gegn slíku fólki kemur mér ekkert á óvart og miðað við hegðun og viðbúnað margra kom það þeim heldur ekkert á óvart.
Að mínu viti er meirihluti mótmælenda að mæta þarna með heilum hug en því miður er það oft svo að minnihlutinn sem fer fram með skrílslátum og skemmdum er meira áberandi. Hvað hefur það með mótmæli að gera að rífa niður jólatré og brenna það? Þvílík fagnaðarlæti sem brutust út þegar tréð féll er ekkert nema múgæsingur og skrílslæti.
Því segi ég burt með ríkisstjórnina og burt með skrílinn sem vill skemma og eyðileggja.
Aðalsteinn Baldursson, 21.1.2009 kl. 12:44
Ég held að fólk kveiki bálin aðallega því það er kalt úti....
Það átti að henda þessu tré hvort eð er.
Össur I. J. (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 20:03
Hjúkk....Aðalsteinn...ég var farin að halda að þú værir sjalli.... ég tek undir orð þín varðandi fólk sem gengur um og skemmir eignir almennings...
Baráttukveðjur
Aldís Gunnarsdóttir, 26.1.2009 kl. 09:25
"eigur" átti þetta að vera...
Aldís Gunnarsdóttir, 26.1.2009 kl. 09:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.