Ástþór og allir vondu mennirnir.

Á þessari slóð má hlusta á viðtal sem að Freyr Eyjólfsson á Rás 2 tók við Ástþór Magnússon í Síðdegisútvarpinu á Rás 2 þann 15.04. Ég hvet alla til að hlusta á þetta viðtal því að í mínum huga verður það til þess að Lýðræðishreyfingin geldur algert afhroð í komandi kosningum. Ég get með góðri samvisku sagt að ég er ópólitískur og sennilegast mun ég skila auðu núna í þessum kosningum, en efalaust eiga einhverjir eftir að bendla mig við auðvaldið af því að ég voga mér að mæla mót Ástþóri. Þetta viðtal lýsti, að mér finnst, eiginlega engu nema gífurlegum hroka og frekju Ástþórs. Allir eru á móti honum. Allir stjórnmálamenn og flokkar eru glæpamenn. ALLIR eru vondir, nema hann.
Ég hef sagt og segi enn; ÉG MUN ALDREI KJÓSA ÁSTÞÓR MAGNÚSSON né nokkurn þann hóp sem hann fer fyrir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldvin Jónsson

Það er eitt að ætla ekki að kjósa, annað að mæta til þess að skila auðu. Sú yfirlýsing sem í því ætti að felast missir algerlega marks á Íslandi þar sem að auðir seðlar eru taldir sem ógildir.

Að skila auðu er því að samþykkja núverandi kerfi - það er í raun frekar syndaaflausn en yfirlýsing um andstöðu.

Þó að það sé freystandi að ota þér til að kjósa okkur vil ég mikið frekar bara hvetja þig eindregið til að kjósa. Skoðaðu málin, taktu afstöðu. Það er eina leiðin til að taka persónulega ábyrgð á lýðræðinu okkar.

Baldvin Jónsson, 16.4.2009 kl. 16:37

2 Smámynd: Aðalsteinn Baldursson

Það gladdi mig nokkuð mikið þegar ég sá það í fjölmiðlum um daginn að frá og með næstu kosningum verða auðir seðlar og ógildir taldir sitt í hvoru lagi. Það er mín skoðun að allir eigi að nýta sér kosningarétt sinn. En ef það er ekkert í boði sem að ég get hugsað mér að kjósa þá finnst mér rétt að skila auðu og segja þar með að ég vilji nýta mér rétt minn en vilji ekkert af því sem í boði er. Hingað til hefur það verið, eins og þú segir, að auðir seðlar og ógildir hafa verið taldir saman en nú á sem betur fer að verða breyting á.

Með vinsemd og virðingu.

Aðalsteinn Baldursson, 16.4.2009 kl. 18:22

3 Smámynd: Baldvin Jónsson

Eftir því sem ég best veit hefur samt sú yfirlýsta breyting ekki náð í gegn ennþá frekar en önnur loforð núverandi ríkisstjórnar um lýðræðis úrbætur.

Fáum ekki persónukjör, ekki stjórnlagaþing (sem við reyndar vildum aldrei í því formi sem það var lagt fram) og ekki sjáanlegar breytingar á þessu ákvæði heldur.

Baldvin Jónsson, 17.4.2009 kl. 00:19

4 Smámynd: Baldvin Jónsson

Er svona ennþá:

Lög um kosningar til Alþingis

100. gr. Atkvæði skal meta ógilt:
a. ef kjörseðill er auður,

Baldvin Jónsson, 17.4.2009 kl. 00:20

5 Smámynd: Aðalsteinn Baldursson

Slæmt þykir mér að þetta skuli ekki ná í gegn.

En engu að síður er ég enn mjög efins um það hvað ég ætla að setja x-ið mitt. Kannski kemur það ekki í ljós fyrr en í kjörklefanum.

Aðalsteinn Baldursson, 17.4.2009 kl. 00:32

6 Smámynd: Baldvin Jónsson

Efinn er eðlilegur, miklir umróta tímar.

En ég væri gríðar ánægður fyrir þína hönd ef þú nýtir rétt þinn til að kjósa

Baldvin Jónsson, 17.4.2009 kl. 01:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband