Ræfildómur.

Mér finnst menn vera farnir að leggjast ansi lágt með þessum þjófnaði. Þarna ver fyrst og fremst verið að vanvirða minningu Jóns Sigurðssonar og sjálfstæði þjóðarinnar. Þarna var jú verið að halda upp á afmæli lýðveldisins. Ræflar og aumingjar standa í svona löguðu, rétt eins og þeir sem að skemmta sér við að skemma leiði í kirkjugörðum. Viðkomandi aðili/aðilar væri/u meiri fyrir vikið ef hann/þeir kæmu fánunum aftur í hendur eigenda.
mbl.is Fánum stolið af leiði Jóns Sigurðssonar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Byggð á Heimaey.

Svanur Þorkelsson skrifaði um veru Papa hér á landi og velti vöngum yfir því hvort Ísland hafi ekki í raun verið Kristið og landnumið fyrir ritað landnám. Ég ætla ekki að leggja neinn dóm á það en á Heimaslóð má finna grein um fornleifauppgröft á Heimaey. Samkvæmt niðurstöðum úr þeim uppgreftri var búseta í Eyjum nokkru fyrir þann tíma sem Ingólfur Arnarson á að hafa komið til landsins. Það er því áhugavert að velta því fyrir sér hvort að þeir sem skráðu sögu landnáms hér á landi hafi einfaldlega ekki haft ártölin á hreinu, eða hvort að byggð hafi verið í Eyjum áður en Ingólfur á að hafa komið þangað árið 875 og drepið þar írska þræla.


Mannréttindi vs. "ísbjarnarréttindi"

Nú gefst mönnum tækifæri til að viðhalda fárinu frá því að björninn var skotinn um daginn. Í fréttinni núna segir "Ísbjörninn er vakandi en rólegur og því hefur ekki þótt ástæða til þess að rýma bæinn og ekkert fólk hefur verið flutt af svæðinu."
Ef sú staða kemur upp að ísbjörn ógnar fólki með því að fara heim á bæi þá á hiklaust að skjóta hann. Hvers vegna á að rýma hús og flytja fólk að heiman fyrir eitt ísbjarnargrey sem ekki á heim í Íslenskri náttúru? Þegar menn eru á ferð á norðurslóðum, í heimkynnum ísbjarna, eru menn yfirleitt vopnaðir til þess að geta varið líf sitt komi ísbjörn of nálægt þeim. Hvers vegna ætti annað að gilda hér á landi. Ef hægt er að koma honum ósködduðum úr landi er það hið besta mál og ég styð það heilshugar. En ef hann ógna lífi og limum fólks á að skjóta hann en ekki flytja fólk frá sínum heimilum.
mbl.is Engin ákvörðun liggur fyrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Myndavélaóður múgur.

Það kemur ekki fram á myndbandi þessu það sem á undan hafði gengið. Í fréttinni segir að viðkomandi hafi ráðist á nokkra gesti fyrir utan félagsheimilið og því hafi lögreglan veri kölluð til. Eftir að hafa verið beðinn nokkrum sinnum að leggjast í jörðina, sem hann neitaði að gera, þá var það rétt ákvörðun lögreglunnar að úða á hann gasi til að minnka líkurnar á því að lenda í slæmum slagsmálum. Enda kom það á daginn að náunginn ætlaði sér ekkert annað en læti.
Síðan stóð múgurinn í kring um og hrópaði GAS GAS, sem virðist vera tískuorð í dag þegar lögreglan er annars vegar, og tók myndir til að geta sannað fyrir öllum að löggurnar eru hrottar. Þetta fólk ætti heldur að skammast sín fyrir að gera lögreglunni erfiðara fyrir að sinna sínu starfi.
mbl.is Handtaka á Patró á You Tube
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir Elínu frænku.

Þið hin megið að sjálfsögðu líka lesa þetta og svara.

1. ERTU SKÍRÐ/UR Í HÖFUÐIÐ Á EINHVERJUM ?: Já föðurafa mínum.
 
2. HVENÆR FÓRSTU SÍÐAST AÐ GRÁTA ? Man ekki alveg, grét að vísu nokkrum sinnum úti í Skotlandi um daginn en það var vegna ofsahláturs.
 
3. FINNST ÞÉR ÞÚ SKRIFA VEL ? Nei, ekkert sérstaklega. En þegar ég vanda mig er skriftin sæmilega læsileg. (Ýmsir segja að vísu annað)
 
4. HVAÐA KJÖT FINNST ÞÉR BEST? Besta kjöt sem ég hef smakkað er krókódílasteik.

5. ÁTTU BÖRN ? EF JÁ HVE MÖRG ? Nei, því miður.
 
6. EF ÞÚ VÆRIR EINHVER ANNAR EN ÞÚ ERT,VÆRIRU VINUR ÞINN? Ég er nokkuð viss um það.
 
7. Notaru kaldhæðni mikið?
 
8. FÆRIRU Í TEYGJUSTÖKK ? Hef prófað það. Meiriháttar kikk.
 
9. HVAÐA MORGUNMATUR ER Í UPPÁHALDI HJÁ ÞÉR ? Hhhhhmmmmmmmmmmmmm. Er frekar óduglegur að fá mér morgunmat. Fæ mér ristað brauð í vinnunni.

10. REIMARU FRÁ ÞEGAR ÞÚ FERÐ ÚR SKÓNUM ? Ekki ef ég kemst hjá því.
 
11. TELURU ÞIG ANDLEGA STERKAN ? Já, ég held það.
 
12. HVERNIG ÍS ER Í UPPÁHALDI HJÁ ÞÉR ? Kjörís

13. HVAÐ ER ÞAÐ FYRSTA SEM ÞÚ TEKUR EFTIR Í FARI FÓLKS ? Framkoman.

14. RAUÐUR EÐA BLEIKUR ? Rauður.
 
15. HVAÐ MISLÍKAR ÞÉR MEST VIÐ SJÁLFAN ÞIG ? Er allt of værukær.
 
16. HVAÐA MANNESKJU SAKNAR ÞÚ MEST ? Fjölskyldu minnar, bý allt of langt frá þeim í augnablikinu.
 
17. VILTU AÐ ALLIR SEM ÞÚ SENDIR TIL SENDI ÞÉR TIL BAKA ? Endilega
 
18. HVAÐA LIT AF BUXUM OG SKÓM ERTU Í NÚNA ? Dökkbláum buxum og svörtum sandölum.
 
19. HVAÐ VAR ÞAÐ SÍÐASTA SEM ÞÚ BORÐAÐIR ? Djúpsteikt ýsa með tilheyrandi.
 
20. Á HVAÐ ERTU AÐ HLUSTA NÚNA ? Ekki neitt.
 
21. EF ÞÚ VÆRIR LITUR, HVAÐA LITUR VÆRIR ÞÚ? Svartur.
 
22. HVAÐA LYKT FINNST ÞÉR BEST? Hef aldrei leitt hugan að því.
 
23. VIÐ HVERN TALAÐIRU SÍÐAST Í SÍMA ? Hannibal, RT félaga á Egilsstöðum.
 
24. LÍKAR ÞÉR VEL VIÐ ÞÁ MANNESKJU SEM SENDI ÞÉR ÞESSAR SPURNINGAR ? Já. Við þraukuðum saman fjögur ár í hjúkrunarfræðinni :)

25. UPPÁHALDSÍÞRÓTT SEM ÞÚ HORFIR Á ? Handbolti (og F1)
 
26. ÞINN HÁRALITUR ? Skollitaður.
 
27. AUGNLITUR ÞINN ? Blágrár.
 
28. NOTARU LINSUR ? Nei, hef reynt það en það hefur gengið frekar illa.

29. UPPÁHALDSMATUR ? Villibráð ýmiskonar stendur alltaf fyrir sínu.

30. HVORT LÍKAR ÞÉR BetuR, HRYLLINGSMYND EÐA GÓÐUR ENDIR? Góður endir.
 
31. SÍÐASTA BÍÓMYND SEM ÞÚ SÁST Í BÍÓ ? Indiana Jones and the and the kingdom of the crystal skull.
 
32. KNÚS EÐA KOSSAR ? Fer eftir aðstæðum.
 
33. UPPÁHALDS EFTIRRÉTTUR ? Erfitt að gera upp á milli.
 
34. HVER ER LÍKLEGASTUR TIL AÐ SVARA ÞESSU OG SENDA TIL BAKA? Góð spurning.
 
35. HVER ER ÓLÍKLEGASTUR ? Klárlega hann bróðir minn.
 
36. HVAÐA BÓK ERTU AÐ LESA ? Going postal, eftir Terry Pratchett.
 
37. HVAÐA MYND ER Á MÚSAMOTTUNNI ÞINNI ? Svört, ómyndarleg músamotta.
 
38. Á HVAÐ HORFÐIRU Í SJÓNVARPINU Í GÆR ? Ekkert, fór með fjölskyldunni á Árnakvöld og skemmti mér konunglega.
 
39. ROLLING STONES EÐA BÍTLARNIR ? Bítlarnir.
 
40. HVAÐ ER ÞAÐ LENGSTA SEM ÞÚ HEFUR FARIÐ FRÁ ÍSLANDI ? Borgin East London í Suður Afríku.
 
41. HVERJIR ERU ÞÍNIR HELSTU EIGINLEIKAR ? Ég tel mig vera traustan vin og góðan hlustanda.
 
42. HVAR FÆDDISTU ? Landspítalnum.
 
43. SVÖR FRÁ HVERJUM ERTU SPENNTUST/SPENNTASTUR AÐ FÁ FRÁ ? Ég er bara spenntur að sjá hvort ég fái einhver svör.

 
Jæja frænka, ég vona að þú sért ánægð.

Bræðslan 2008

 

Bræðslan 2008

 

DAMIEN RICEeivor_stor.jpg89.jpg

Damien Rice, Eivør Pálsdóttir og Magni verða með tónleika í Bræðslunni 26. júlí í sumar.
Miðasala hefst á midi.is þriðjudaginn 3. júní.
Allar nánari upplýsingar um þjónustu fyrir tónleikagesti er að finna á hér

Ég ætla að mæta. Hvað með ÞIG?


Bara örstutt.

Ég henti inn þremur myndum frá Skotlandsferðinni (af rumlega 300 sem ég tók).

DSC04512 Á föstudaginn s.l. fórum við í skoðunarferð og kíktum m.a. við í ónefndri Whisky verksmiðju. Þar var okkur sagt frá ferlinu alveg frá því að kornið kemur í hús og þangað til að mjöðurinn góði er tilbúinn til neyslu. Við fengum einnig að smakka á útkomunni sem verður að viðurkennast að var bara alveg ágæt.

 

 

DSC04616 Eftir morgunmat á laugardaginn kepptum við í n.k. mini útgáfu af Hálandaleikum. Þessir tveir heiðursmenn komu ásamt nokkrum öðrum úr RT-klúbbi frá nærliggjandi bæ og stjórnuðu leikunum af mikilli snilld. Við kepptum í drumbakasti, Haggis-kasti, reiptogi og í því að henda strigapoka yfir rá og notuðum til þess heygaffal.

 

 

 

 

 

Á laugardagskvöldið var síðan Galakvöldverður í Aberdeen. Þar var að sjálfsögðu ætlast til að menn kæmu í sínu fínasta pússi eða leigðu sé Kilt.DSC04680

Ég ásamt ansi mörgum öðrum leigði mér slíkan búnað og hérna er ég ásamt nokkrum Norðmönnum rétt áður en við fórum upp í rútuna. Laugardagskvöldið var, rétt eins og helgin öll, ákaflega vel heppnað. Góður matur, góðir drykkir og frábær félagsskapur. 

Ég á kannski eftir að setja fleiri myndir úr ferðinni hérna inn, það er aldrei að vita.

En núna er ég að hugsa um að fara að koma mér í háttinn.

Bestu kveðjur frá Eyjunni fögru, en þar mun ég dvelja í nokkra daga. 


Ekki seinna vænna.

Betra seint en aldrei segja sumir. En ég held að í þessu tilviki sé það bara einfaldlega allt of seint. Að vísu geta ættingjarnir hvílt í þeirri vissu að hann var ekki sá krimmi sem hann var þó dæmdur fyrir að vera.
mbl.is Náðaður 86 árum eftir aftöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Týpískt

Mér finnst það því miður allt of algengt að þegar kona og karl sækjast eftir sama starfinu og karinn fær það er farið að hrópa KYNJAMISRÉTTI. Af hverju getur hún ekki sætt sig við þá einföldu staðreynd að kannski er Obama einfaldlega betri kostur en hún? Hann ætti kannski, þegar henni gekk betur, að hafa hrópað kynþáttamisrétti.
mbl.is Hillary fórnarlamd kynjamisréttis?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frabaer dagur.

Og enn betra kvold.
Eg for eftir hadegid med Graeme til thess ad mata Kilt (skotapils) fyrir galakvoldverdinn n.k. laugardag. Eftir thad for eg med honum til Aberdeen og ad thvi loknu gat eg loksins tekkad mig inn a hotelid. Eg tok thvi rolega fram eftir degi og for seinnipartinn i golfklubbinn her i nagrenninu thar sem um 20 RT-felagar voru ad spila. Kl. 19:30 var sidan mottaka i felagsheimili rett hja hotelinu. Skritinn matur, eg fekk djupsteikt haggis (nokkurs konar lifrarpylsa) med fronskum. Sidan voru skemmtiatridi, songur og dans thangad til klukkan rumlega eitt, en tha var haldid heim a hotel. Morgundagurinn mun byrja snemma thannig ad thad er best ad fara ad koma ser i hattinn.

 P.S. eg er buinn ad taka slatta af myndum og thad er aldrei ad vita nema ad eitthvad af theim eigi eftir ad rata inn a netid hja mer.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband