Var Helförin staðreynd eða skáldskapur?

Eftir að hafa m.a. lesið bloggið hjá Semu Erlu Serdar, og þær umræður sem þar hafa spunnist, þá langar mig til að fá ykkar álit á þessari spurningu.
Sjálfum finnst mér með ólíkindum að til skuli vera hópar fólks sem trúa því að þessi einn mesti harmleikur mannkynssögunnar sé skáldskapur sem að gyðingar suðu saman til þess að fá samúð og völd. En þetta er bara mín skoðun, hver er þín?

Kominn heim.

Það var virkilega ljúft þegar að flugvélin lenti í Eyjum eftir örstutt flug frá Bakka, ALLTAF gott að koma heim. Okkar beið grill á pallinum hjá mömmu og pabba og eftir það fórum við pabbi með gestina í skoðunarferð. Dagurinn er búinn að vera langur þannig að í staðinn fyrir að fara í Skvísusund í kvöld ætla ég að fara að koma mér í bólið og safna kröftum fyrir morgundaginn.

LÍKAMSLEIFAR!

Vissulega er um að ræða líkamsleifar. En fyrirsögnin, þó svo að hún sé ekki röng, ýjar að því að hold hafi verið sprengt en ekki aska. Þetta er enn eitt dæmið um fyrirsögn sem að ætluð er til að trekkja að.
mbl.is Líkamsleifar sprengdar í loft upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Goslokahátíð framundan.

Þá er farið að styttast allverulega í að maður komist heim. Ég ætla að leggja í'ann í bítið í fyrramálið og keyra á Bakka. Með mér í för verða Þröstur, frændi minn frá Borgarfirði eystri, og Hoffa konan hans. Ég verð að viðurkenna að ég er farinn að hlakka til hátíðarinnar enda er mikil og góð dagskrá þannig að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Ekki verður það til að draga úr gleðinni að pabbi ætlar að halda upp á 65 ára afmælið á laugardagskvöldið. Semsagt, góð helgi framundan.

What would Jesus do?

Hví að blanda Kristi í þetta mál. Ég hef aldrei getað skilið (þó svo að ég hafi nú svo sem notað þetta orðatiltæki sjálfur) hvers vegna einhver tími sólarhringsins væri Jesú minna þóknanlegur en annar.
mbl.is Garðsláttur á ókristilegum tíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki að spyrja að ruglinu .

Bandaríkjamenn mega eiga eins mikið af byssum eins og þeir vilja, ganga með þær á sér (víða) og fylla heimili sín af þeim. Samt skilja þeir ekkert í því að krakkarnir koma höndum sínum yfir þær og skokka með þær í skólana. Kannski væri réttast að skylda alla skólakrakka til að vera vopnuð í skólunum til þess að geta skotið á móti þegar einhver "klikkaður" dregur upp sína byssu. Bandit = W00t = Crying = Bandit
mbl.is Réttur Bandaríkjamanna til skotvopnaeignar staðfestur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skyldi þetta vera góður biti?

Ef svo er þá vona ég að hann fari ekki í hundskjaft. En það er þó hætt við því þegar hundurinn Mugabe er annarsvegar.
mbl.is Biti laus úr haldi í Simbabve
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hömlur hhmmmm kannski en ritskoðun nei takk.

Hinsvegar er það í góðu lagi að bloggarar séu ábyrgir fyrir því sem þeir setja á netið. Það má þó aldrei fara út í það að ritskoða efni sem við setjum á netið. Ég er ekki alltaf sammála þeim sem eru að skrifa, en það er ekki þar með sagt að þeir eigi ekki að hafa rétt á að skrifa það. Hinsvegar verður að vera hægt að draga menn til ábyrgðar ef þeir eru með ærumeiðingar eða eru að hvetja til lögbrota á sínu bloggi alveg eins og þegar menn skrifa það í blöðin.
mbl.is Vilja setja hömlur á bloggara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Djö....... viðbjóður.

Hvað er að fólki? Það er með ólíkindum hvað fólk gengur langt í viðbjóðnum. Ekki er langt síðan að ég las frétt um lítinn dreng sem hafði verið misþyrmt á ýmsan hátt af móður sinni, m.a. setti hún hendurnar á honum á glóðheitar eldavélarhellur. Og síðan kemur þetta í kjölfarið. Svona fólk á að læsa inni og henda síðan lyklinum þannig að það komist aldrei aftur út á meðal fólks. Því að þessir einstaklingar eru varla hæfir úti í samfélaginu.
mbl.is Barnaníð í Texas
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er komið sumar.

Eða svo hélt ég. Nú, þegar ég lít út um gluggann hjá mér, sé ég snjókorn falla. Já ég sagði SNJÓKORN. Það er kominn 19. júní og það snjóar fyrir austan Crying .

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband