Færsluflokkur: Bloggar
6.3.2011 | 11:21
Öfgar?
Fésbókarvinur minn einn í Bandaríkjunum skrifaði hjá sér að hann væri því feginn að nokkuð er síðan að faðir hans (sem barðist í síðari heimstyrjöldinni) og bróðir hans (sem barðist í Víetnam) létust. Ástæðan er sú að hann taldi sig ekki geta verið ábyrgan gerða sinna ef hann væri að jarðsetja þá í dag og meðlimir Westboro baptist church myndu mæta til að mótmæla við útförina.
Þessi söfnuður, sem samanstendur að mestu af afkomendum Fred Phelps, hefur þann vafasama heiður að vera kallaður "mest hataða fjölskylda í ameríku". Þau hafa stundað það að mæta við útfarir hermanna sem farist hafa í átökum, og kalla ókvæðisorð um hina látnu og ýmsa aðra ásamt því að bera skilti með ýmsum upphrópunum eins og t.d. "Guð hatar kynvillinga".
Louis Theroux gerði ansi athyglisverða heimildarmynd um söfnuðinn sem er vel þess virði að skoða.
Hópur hakkara sem kallar sig Anonymous gerði nýlega árás á vefsíður safnaðarins með þeim árangri að þær eru allar óaðgengilegar þegar þetta er skrifað. Þó má finna myndband með söng þeirra á youtube sem sýnir glöggt hversu miklir öfgar hópsins eru.
Þessi hópur er lýsandi dæmi um það sem er stærsta vandamálið sem steðjar að heiminum í dag; öfgahópur sem vill neyða sýnar öfgaskoðanir upp á aðra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.11.2010 | 17:16
Þorpinu???
Sjö létust í jólaveislu á leikskóla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.9.2010 | 02:03
Ég er þessu alveg innilega sammála.
Þar sem að við sem þjóð erum í miklum vandræðum þessa dagana að nota allan þennan pening sem safnar bara vöxtum og ryki, þá er það mín skoðun að við skulum fyrir alla muni reyna að koma hluta af þessum auði okkar í eitthvað gagnlegt. Og hverjar eru betur til þess fallnar, eins hlutlausar og þær efalaust eru, en prófessor og doktor í kynjafræði að nýta þennan pening okkar á skynsamlegan hátt? Þar að auki ætti þetta að vera tiltölulega létt verk hjá þeim því að þær eru þegar búnar með mikla grunnvinnu.
Endilega sóið sem mestum pening í þessa bölvuðu vitleysu, ekki veitir af á þessum síðustu og verstu....
Íslensk heimili kynjagreind | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.7.2010 | 08:18
Ekki alveg rétt!
Herjólfur siglir inn í nýja höfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.7.2010 | 23:06
Hvað næst?
Tókst ekki að synda yfir Ermasundið.
Tókst ekki að synda til Eyja.
Hvað skyldi honum EKKI takast næst?
Bara spyr.
Gerir betur næst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.6.2010 | 13:40
Skammarlegar aðgerðir lögreglu.
Auðvitað er páfinn að gagnrýna aðgerðirnar. Það veit hver heilvita maður að kaþólskir prestar eru allir sem einn saklausir af öllu sem þeir hafa gert.
Ég er ekki að segja að þeir séu allir sekir en sagan hefur því miður kennt okkur að ansi margir hafa þeir brotið af sér á svívirðilegan hátt. Þegar upp koma ásakanir sem þessar þarf að rannsaka þær vandlega til þess að komast að hinu sanna í málinu. Ekki síst þá til að sýna fram á sakleysi viðkomandi. Séu þeir saklausir ættu þeir því í raun að fagna en ekki fordæma.
Páfi gagnrýnir belgísku lögregluna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.6.2010 | 12:50
Þetta er ekki líknardráp.
Þjóðverjar dæma líknardráp löglegt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.5.2010 | 22:25
Guði sé lof.
Armenum spáð sigri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2010 | 17:20
Fimmvörðuháls og fleira.
Ég skellti mér ásamt Hjalla bro í smá ferðalag á föstudaginn langa. Ég hafði áður haft samband við björgunarsveit sem var í gæslu uppi á Fimmvörðuhálsi þann daginn, og fengið loforð fyrir því að við bræður fengjum að fara með þeim uppeftir. Þegar að við vorum komnir austur að Heimalandi var okkur tilkynnt að við fengjum ekki far með þeim þrátt fyrir gefið loforð. Að vonum vorum við svekktir yfir þessu en í raun var þetta mikil lukka því að í staðinn hittum við á frábæra bræður úr björgunarsveitinni Mannbjörg í Þorlákshöfn og fórum með þeim.
Við ókum upp Skógaheiðina og komum við í Baldvinsskála og Fimmvörðuskála og skelltum þar inn vatni sem að Mannbjargarmenn höfðu meðferðis. Að því loknu fórum við alveg upp að gosstöðvum og vorum þar fram á nótt. Við lentum m.a. í því að koma að manni sem hafði í hálkunni fallið fram fyrir sig og slasast, þó ekki alvarlega. Eftir að hafa skoðað hann taldi ég víst að hann væri úr axlarlið og skömmu síðar kom læknir sem að komst að sömu niðurstöðu. Þetta endaði með því að leitað var eftir aðstoð Norðurflugs og tóku þeir að sér að flytja manninn niður þar sem hann fékk síðan frekari aðhlynningu. Þegar að leið á kvöldið fór síðan veður að versna og fór það svo að lokum að við lentum í því að draga bilaðan jeppa alla leið niður að Skógum.
Það var stórkostleg upplifun að sjá, heyra og finna lyktina sem fylgir eldgosinu og það toppaði allt saman að lenta í svona frábærum félagsskap. Þegar að við komum aftur að Heimalandi um nóttina beið okkar síðan ljómandi máltíð sem að konur úr slysavarnardeildinni í Reykjavík sáu um.
Þetta var langur dagur en að sama skapi frábær skemmtun. Ég vill því þakka öllum þeim sem að gerðu þennan dag svo eftirminnalegan. Mannbjargarbræður, Norðurflugsmenn, slysavarnarkonur og allir aðrir sem áttu þarna hlut að máli, takk fyrir mig.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.2.2010 | 18:48
Jákvæð mismunun þegar hentar konum, annars ekki.
Þetta finnst mér vera femínistar í hnotskurn. Þær vilja að allt sé gert fyrir konur en þegar sömu reglur koma betur út fyrir karla þá er allt ómögulegt.
Ég hef sagt það áður og segi það enn að mismunun, hvort sem hún kallast jákvæð eða ekki, á ekki að eiga sér stað. Hæfileikar og menntun á að ráða för en ekki kyn, kynþáttur né nokkuð annað slíkt. En því miður hefur mér sýnst að femínistar séu á annarri skoðun; konur í forgang alltaf, allstaðar. Nú þykist ég viss um það að ef að einhverjir femínistar detta óvart inn á að lesa þetta þá munu þær koma með góðar útskýringar á því hvers vegna þær eigi réttinn. Væntanlega er það vegna þess að við karlarnir erum búnir að fara svo illa með þær í gegn um tíðina.
En réttlæti og jafnrétti er ekki það sama og kvenréttindi. Hættum að horfa sífellt á hvers kyns viðmælandi okkar er og förum að meta fólk að eigin verðleikum.
Konur fá bætur vegna mismununar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)