Réttmæt hneykslun?

Margir fara nú mikinn og segja lögregluna ganga of langt með því að úða á þá sem voru búnir að brjóta sér leið inn á lögreglustöðina. Móðir skammast yfir því að 16 ára dóttir hennar fékk yfir sig piparúða þegar hún barst með straumnum inn í anddyrið, en hví var hún með barnið sitt í fremstu víglínu mótmælenda? Hélt fólkið virkilega að það kæmist upp með að brjóta rúður og ryðja sér leið inn í lögreglustöðina án þess að nokkuð yrði gert?
Að mínu mati gerði lögreglan ekkert af sér í þessu máli (hvort að atvinnumótmælandinn var handtekinn löglega eða ólöglega segi ég ekkert til um), þeir voru einfaldlega að verja sig. Múgur sem er orðinn svo æstur að hann brýtur sér leið inn í lokaða byggingu er alveg eins líklegur til að ganga lengra og þá er stutt í líkamsmeiðingar.
Hættið því þessu væli. Ef þið ráðist á lögregluna (eða hvern sem er í raun og veru) verðið þið að geta tekið afleiðingunum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Guðmundsson

Aðalsteinn mælir manna heilastur!

Guðmundur Guðmundsson, 29.11.2008 kl. 17:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband