29.12.2008 | 02:14
Kominn heim.
Já, ég kom á eyjuna fögru með skemmtiferðaskipi vegagerðarinnar um þrjúleitið í dag. Byrjaði á því að stoppa í kaffi hjá syss og skaust svo heim til mömmu og pabba. Að því loknu leit ég við í skátaheimilinu en þar var verið að opna flugeldasöluna. Ég fékk síðan þennan ljómandi góða saltfisk hjá þeim gömlu þannig að það spillti ekki fyrir þeirri gleði að vera kominn heim.
En á morgun hefst alvara lífsins. Ég ætla að sjálfsögðu að mæta í flugeldasöluna e-h tíman eftir hádegið og mun verða þar meira eða minna fram yfir lokun á gamlársdag. Þessi stærsta fjáröflun okkar er að sjálfsögðu nokkuð tímafrek og útheimtir allnokkra vinnu en hún er einnig ansi skemmtileg svo ekki sé minnst á að hún er okkur lífsnauðsynleg.
En hvað um það, ég er semsagt kominn á paradísareyjuna og verð hér fram á laugardagsmorgun.
Kv. Aðalsteinn
Athugasemdir
Vertu velkomin heim á Heimaey.
Helgi Þór Gunnarsson, 29.12.2008 kl. 23:00
Takk fyrir kveðjurnar.
Það er ljúft að vera kominn heim.
Aðalsteinn Baldursson, 29.12.2008 kl. 23:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.