Einn góður.

Ég rakst á þetta myndband. Viðkomandi var greinilega orðinn leiður á því að sífellt var verið að hringja í hann og reyna að selja honum hitt og þetta.


Ég hef verið klukkaður.

Guðný Bjarna klukkaði mig og ég get ekki skorast undan.

Fjögur störf sem ég hef unnið um Ævina:

Starfsmaður Flugleiða í Eyjum.
Vinnumaður í sveit.
Sjúkraliði.
Hjúkrunarfræðingur.

Fjórar bíómyndir sem ég held uppá ;

The Sound of music.
The Shawshank redemption.
Mýrin.
Monty python myndirnar. 

Fjórir staðir sem ég hef búið á;

Vestmannaeyjar.
Reykjavík.
Höfn í Hornafirði.
Egilsstaðir.

Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:

Monty pythons flying sircus.
CSI og Law & order seríurnar.
Næturvaktin.
House.

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum;

Borgarfjörður eystri.
Kanaríeyjar.
Suður afríka.
Slóvenía.

Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg;

facebook.com.
mbl.is.
b2.is.
eyjar.net.

Fernt sem ég held uppá matarkyns:

Lambakjöt. 
Humar.
Steikt loðna.
Síðan er fylltur krókódílahali það besta sem ég hef smakkað.

Fjórar bækur sem ég hef lesið oft:

Ilmurinn, saga af morðingja.
Tinnabækurnar.
Morgan Kane, fyrir ansi mörgum árum síðan.
Ísfólkið.

Fjórir bloggarar sem ég ætla að klukka;

dagurbj
svanurg
birkire

immug

Nú er bara að sjá hver svör þeirra verða. 


Gamli klikkar ekki.

Ef þið kjósið mig mun ég ná Bin Laden annars læt ég það vera. Það er meiri ættjarðarástin hjá honum að gera þetta eingöngu ef hann nær kosningu. Hann ætti frekar að hjálpa til við að góma kallinn núna og tryggja sér þannig kosninguna. EF hann getur það. Devil
mbl.is McCain segist vita hvernig handsama megi bin Laden
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert sérstakt að segja.

Fann bara flotta mynd sem mig langaði að deilda með báðum lesendum mínum.

Höfnin á Borgarfirði Eystri

Myndin er frá höfninni á Borgarfirði Eystri og hana tók Hafþór Snjólfur, en fleiri myndir frá honum má sjá hérna.


Er Reykjavíkurflugvöllur einkamál Reykvíkinga?

Nei, hann er það ekki. Flugvöllurinn skiptir ekki síst máli fyrir landsbyggðarfólkið því að hann gegnir mikilvægu öryggisatriði. Það virðist þó vera svo að margir höfuðborgarbúar séu algerlega blindir þegar að kemur að þessu atriði. Megnið af sjúkraflugi hér á landi fer fram með fastvængjum en EKKI þyrlum. Þannig að það skiptir miklu máli að flugvöllurinn sé stutt frá sjúkrahúsunum í borginni. Stundum eru bara nokkrar mínútur sem skilja milli lífs og dauða.
Hvers vegna er sumum (flestum) borgarfulltrúum svona mikið í mun að koma flugvellinum í burtu? Ég spurði að því á fundi með fulltrúum allra flokka fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar hver þeirra skoðun væri á flugvallarmálinu. Aðeins einn frambjóðandi gat svarað þessari spurningu, Það var Ólafur F. Hinir færðust allir undan því að svara. Getur verið að það séu einhverjir persónulegir fjárhagslegir hagsmunir í húfi? Ég vona að svo sé ekki, en hingað til hef ég ekki séð eða heyrt nein haldbær rök þessara aðila um það hvers vegna þeir vilja koma flugvellinum í burtu frá því sem þá verður dýrmætt byggingasvæði.


mbl.is Ólafur hellti sér yfir Vilhjálm Þ.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sumir eiga meira bágt en aðrir.

Ég rakst á þennan link á netinu og hlustaði á hann.
Í fyrstu var ég viss um að þetta væri eitthvað grín og satt best að segja er ég ekki alveg viss um hvort þetta er grín eða alvara. En sé þessum manni alvara þá á hann að mínu viti eitthvað bágt. Hvað veldur því að einstaklingar telji sig, og sinn kynstofn, miklu æðri og betri. Í viðtalinu tala hann um vísindalegar sannanir þess að hörundsdökkir séu vitsmunalega verr staddir en hvítir en ég hef ekki séð eða heyrt nein rök sem falla í þá átt. Kannski að ég sé svo blindur að ég sjái ekki það sem er fyrir framan nefið á mér, hver veit.

Vandræðaunglingar ?!?

Það er vert að minnast á Þjóðhátíðargestina sem komu hingað til Eyja ofan af landi, í öllu þessu tali um vandræðaunglinga í dag. Ég var að vinna megnið af helginni við að ferja fólk í og úr Dalnum og í mínum huga voru "krakkarnir" upp til hópa áberandi skemmtilegir og kurteisir. Ég varð ekki var við nein vandræði eða vesen sem tekur því að nefna. Auðvitað er það þannig þegar mörg þúsund manns eru samankomin til að skemmta sér að einstaka svartir sauðir leynast inn á milli en ég sá því sem næst engan þeirra. Þvert á móti virtust allir vera komnir til þess að skemmta sér og öðrum. Mér finnst því miður allt of algengt að fólk sé tilbúið að láta heyra í sér þegar að illa gengur og á móti blæs. En mér finnst við líka mega láta heyrast það sem gott er.

Kæru Þjóðhátíðargestir, takk fyrir komuna og frábæra helgi. Ég skemmti mér vel í Dalnum en ekki síður  í akstrinum með ykkur. Sjáumst að ári. 


MEIRIHÁTTAR

Ég gæti notað mörg lýsingarorð yfir brekkuna en þetta er það fyrsta sem mér datt í hug. Þrátt fyrir þéttan úða, og þar með nokkra bleytu í dalnum, þá var kvöldið alveg dásamlegt.
Ég fór beint í brekkuna og hlustaði á strákana í Á.M.S. taka nokkur lög. Síðan kom sigurvegarinn í "Bandinu hans Bubba" (man því miður ekki hvað hann heitir), Logar, Páll Óskar og Bubbi. Að þessu loknu var kveikt í varðeldinum og Árni Johnsen stjórnaði brekkusöngnum eins og honum einum er lagið. Lokalagið hjá honum var að sjálfsögðu Þjóðsöngurinn okkar, og ég fæ alltaf gæsahúð að standa upp í brekku og syngja hann með mörg þúsund manns. Að söngnum loknum var kveikt á blysunum og þar á eftir flugeldasýning. Þetta var síðan toppað með því að flestir tónlistamennirnir sem komu fram í kvöldvökunni fluttu saman "Lífið er yndislegt".
Sem sagt MEIRIHÁTTAR kvöld. Eftir þetta allt saman tók við hefðbundið rölt á milli tjalda. Að venju byrjaði ég í tjaldinu hjá Grím og Eygló, en þar er alltaf borið fram tequila eftir brekkusönginn. Ég kíkti síðan í nokkur tjöld, tók einn hring í Dalnum og fór heim að því loknu.
Núna er ég að fara að koma mér í háttinn því að ég ætla að mæta í vinnu eftir 4 1/2 klst.

Nú er það Brekkan.

Ég er búinn að vera að keyra alla Þjóðhátíðina, fram að þessu. En núna er ég kominn í frí til morguns þannig að stefnan er tekin á Brekkuna. Í mínum huga er sunnudagskvöldið toppurinn á hátíðinni, Brekkusöngurinn og blysin. Þetta er eitthvað sem er erfitt að toppa.
Núna er ég semsagt að verða klár í Dalinn. Bið því að heilsa í bili. SKÁL.

Ég á enga vini lengur :(

Eða svo mætti halda. Allir bloggvinir mínir horfnir af síðunni hjá mér. En sem betur fer eru þeir þó ekki alveg týndir því að ég get séð þá hjá mér þó svo að þeir séu horfnir af forsíðunni.

Annars er það að frétta að ég er kominn heim til Eyja. Ég lagði af stað frá Egilsstöðum um kl. 22 í gærkvöldi. Lagði mig að vísu í tæpan klukkutíma í bílnum í Öræfunum og var kominn á Bakka um kl . 05. Veðrið er frábært. Ef ég ætti eitthvað að setja út á það þá er kannski aðeins of heitt Wink.

En hvað um það, ég ætla að fara að koma mér aftur út í blíðuna. Bið að heilsa í bili. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband