29.7.2008 | 19:05
Hátíðin eina.
Já nú er bara eitt framundan. Ég er semsagt kominn í frí þannig að eftir smástund legg ég í'ann suður á bóginn. Það er því aldeilis óvíst hvenær ég læt heyra í mér næst (verður þó örugglega ekki langt í það). Bless í bili, ég er farinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.7.2008 | 18:08
Hlutirnir gerðir með "stæl".
![]() |
Skuldar 58 milljónir í stöðumælasektir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.7.2008 | 10:39
Vilja ekki tala!
![]() |
Höfum ekki þörf fyrir að ræða við Friðrik |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.7.2008 | 03:06
Afleiðing hækkandi verðs á flugfargjöldum?
![]() |
Reyndu að innrita dverg í ferðatösku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.7.2008 | 14:07
Morðhundar (úlfar).
![]() |
Hrefna barðist fyrir lífi sínu við hóp háhyrninga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.7.2008 | 14:02
Lágmarksklæðnaður á Esjunni.
Er kannski búið að setja reglur um réttan klæðaburð til Esjugöngu, hvað teljist lágmarksbúnaður?
Hitt er svo annað mál að kannski er skynseminni ekki fyrir að fara þegar menn fara naktir í slíka göngu í þokunni.
Þegar ég ritaði þetta í gær datt mér í hug einhver furðufugl eða "húmoristi". Það hefur síðan komið á daginn að þetta er mun alvarlegra en svo. Það er ekkert grín þegar að björgunarsveitir eru ræstar út til leitar, það þekki ég vel sjálfur. Vonandi finnst maðurinn og fær viðeigandi aðstoð.
![]() |
Allsnakinn á Esjunni í 600 metra hæð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 25.7.2008 kl. 03:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.7.2008 | 06:47
Hvurslags vitleysa er þetta?
![]() |
Geðfatlaðir óvelkomnir á Ólympíuleikana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.7.2008 | 00:55
Þéttskipuð dagskrá júlímánaðar.
Fyrsta helgi mánaðarins bauð upp á Goslokahátíð. Virkilega skemmtileg helgi, Skvísusundið troðfullt af fólki þannig að ég gat ekki snúið mér í hálfhring án þess að hitta einhvern sem maður "þurfti" að stoppa og spjalla við.
Helgina þar á eftir komu pabbi og maður frænku minnar í heimsókn. Sú helgi var að vísu vinnuhelgi hjá mér þannig að ég gat ekki sinnt þeim sem skyldi. Samt náði ég að fara með þeim á Reyðarfjörð og Eskifjörð á fimmtudeginum. Þeir fóru síðan niður á Borgarfjörð eystri á föstudeginum og þegar ég var búinn að vinna seinnipartinn á laugardeginum kíktum við inn að Skriðuklaustri.
Nýliðna helgi var ég á ættarmóti á Borgarfirði eystri. Hjalli bro og Þórína syss komu á fimmtudagskvöldið austur og við fórum síðan á föstudeginum niður eftir. Frábær helgi í alla staði. Þau fóru síðan upp úr hádeginu suður en ég skrapp ásamt nokkrum frændum mínum í Loðmundarfjörð. Þangað var ég að koma í fyrsta skipti og ég sé svo sannarlega ekki eftir að hafa farið í þá ferð.
Um næstu helgi verða síðan Bræðslutónleikarnir á Borgarfirði þannig að ég á fastlega von á því að kíkja aftur niður eftir þá helgina.
Síðan er komið að Þjóðhátíðinni. Ég legg í'ann héðan seinnipartinn á þriðjudaginn og stoppa eitthvað frameftir vikunni eftir hátíðina.
Ég fer í sumarfrí á þriðjudeginum þannig að það er eiginlega óráðið hvað ég geri af mér fram til 18. ágúst þegar ég byrja aftur að vinna, það kemur bara í ljós.
Semsagt viðburðarríkur mánuður sem er langt frá því að vera búinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.7.2008 | 04:09
Stóri bróðir?
Bíðið nú við! Núna er farið að segja til um það hverjir verða til vandræða. Af hverju ekki bara stinga þeim strax inn og koma þannig í veg fyrir vandann? Mér finnst þetta svolítið varhugavert. Hvers eiga þeir að gjalda sem ertu komnir á slíkan lista?
![]() |
Aðgerðir fyrir vandræðafjölskyldur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.7.2008 | 13:15
Brottför á næsta leiti.
Í gærkvöldi var síðan grillveisla hjá pabba og mömmu í tilefni afmælis pabba (á reyndar afmæli á morgun). Frábær matur og góð stemmning. Að sjálfsögðu var síðan farið í Skvísusundið. Þar var þvílík mannmergð að það tók langan tíma að komast eitthvað áfram í gegn um þvöguna. Að vísu var það aðallega vegna þess að ég gat varla snúið mér við án þess að rekast á vini og kunningja þannig að alltaf var verið að stoppa til að spjalla og hlægja. Þarna rakst ég m.a. á Kidda, strák sem var að vinna með mér í Eyjaberg fyrir ca. 25 árum síðan. Hvorugur okkar mundi nafn hins en það var fljótt að rifjast upp. Ég kom heim rétt fyrir kl. fimm í morgun sæll og ánægður eftir frábært kvöld.
En núna er semsagt kominn tími til að ferðbúast.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)